Aðalfundur Staðlaráðs verður haldinn fimmtudaginn 19. maí kl. 14:30-16:30.
Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa eru á dagskrá tvö virkilega spennandi erindi:
Sverrir Norland, margverðlaunaður rithöfundur og þýðandi flytur erindi um karlmennsku í samtímanum, staðalímyndir og veltir upp þeim möguleika hvort unnt er að staðla karlmennsku.
Guðmundur Sigbergsson kynnir fyrirhugaða útgáfu tækniforskriftar um kolefnisjöfnun, verkfæri sem við trúum að eigi eftir að valda straumhvörfum í baráttu við loftslagsvána og útrýma grænþvotti á sviði umhverfismála.
Fundurinn verður haldinn hjá Verkís, Ofanleiti 2.
Aðilar Staðlaráðs hafa þegar fengið fundarboð og búist er við góðri mætingu.