Námskeið um CE merkingar véla í apríl

Breyting á innskráningu

Kæru viðskiptavinir, Vegna breytinga hjá Ísland.is þarf Staðlaráð Íslands að skipta yfir í nýtt innskráningarkerfi í vefverslun sinni. Innskráningin sjálf breytist ekki að ráði og byggir áfram á notkun rafrænna skilríkja notenda en þau fyrirtæki sem hafa gefið starfsmönnum umboð vegna reikningsviðskipta eða áskriftarsamninga þurfa að endurnýja þau umboð í nýju kerfi. Eldra kerfi verður tekið úr sambandi 1. september og því mikilvægt að ráðast í nauðsynlegar breytingar strax til að tryggja hnökralausa aðlögun og koma í veg fyrir töf á viðskiptum. Leiðbeiningar um aðgerðir má finna hér.

Endurmenntun Háskóla Íslands og Staðlaráð kynna námskeið um CE merkingar véla

 

Óheimilt er að markaðssetja vörur án CE-merkis á Evrópska efnahagssvæðinu, heyri þær undir svokallaðar nýaðferðartilskipanir Evrópusambandsins. Því er brýnt fyrir framleiðendur og innflytjendur véla að gæta að því hvort vörur þeirra heyri undir tilskipanirnar og uppfylli kröfur þeirra. Framleiðendur og innflytjendur bera sjálfir ábyrgð á að vörur þeirra séu CE-merktar, ef við á. Eftir að varan hefur verið CE-merkt má markaðssetja hana án hindrana í öllum löndum EFTA og ESB.

Á námskeiðinu er fjallað um

Forsögu CE-merkisins, þýðingu þess og mikilvægi.

Nýju aðferðina – New Approach.

CE – merkingar – tengsl tilskipana og staðla.

Samræmismat.

Samræmisyfirlýsingu framleiðanda / ábyrgð innflytjanda.

Staðlana og notkun þeirra.

Tæknilýsingu.

Vélatilskipun, aðrar tilskipanir og reglugerðir.

Áhættumatið.



Ávinningur þinn

Þekking á CE-merkingum.

Geta til að greina hvort vörur falli undir vélatilskipun ESB.

Þekking á hvernig á að CE-merkja þær vörur sem falla undir tilskipunina.

Aukin þekking á tilgangi og notkun staðla.

Þekking á framkvæmd stjórnvalda við eftirlit á kröfum tilskipunar.

Fyrir hverja
Námskeiðið hentar fyrir framleiðendur, hönnuði, verkfræðinga og innflytjendur véla.

Nánar um kennara
Ágúst Ágústsson, tæknifræðingur hjá Vinnueftirlitinu og Arngrímur Blöndahl, tæknifræðingur hjá Staðlaráði Íslands. Arngrímur Blöndahl er sérfræðingur Staðlaráðs í CE merkingum en hann hefur kennt þetta námskeið í 10 ár. Ágúst hefur einnig langa reynslu af kennslu námskeiðsins og það er enginn hjá Vinnueftirlitinu sem hefur meiri reynslu og þekkingu af málaflokknum en hann.

 

Nánari upplýsingar og skráning hér 

Menu
Top