Kæru viðskiptavinir, Vegna breytinga hjá Ísland.is þarf Staðlaráð Íslands að skipta yfir í nýtt innskráningarkerfi í vefverslun sinni. Innskráningin sjálf breytist ekki að ráði og byggir áfram á notkun rafrænna skilríkja notenda en þau fyrirtæki sem hafa gefið starfsmönnum umboð vegna reikningsviðskipta eða áskriftarsamninga þurfa að endurnýja þau umboð í nýju kerfi. Eldra kerfi verður tekið úr sambandi 1. september og því mikilvægt að ráðast í nauðsynlegar breytingar strax til að tryggja hnökralausa aðlögun og koma í veg fyrir töf á viðskiptum. Leiðbeiningar um aðgerðir má finna hér.
Endurmenntun Háskóla Íslands í samstarfi við Staðlaráð kynnir námskeið um umhverfisstjórnun skipulagsheilda, byggða á ISO 14001. Þetta er líklega einn mikilvægasti stjórnunarstaðall okkar tíma og hægt er að lofa frábæru námskeiði því Sigurður Harðarson sem það kennir hefur bæði lag á kennslunni og áralanga reynslu af innleiðingu og rekstri kerfa af þessu tagi. Nemendur koma því ekki að tómum kofanum undir hans leiðsögn. Taktu 26. og 28 apríl frá!