Umsögn Staðlaráðs um fjárlagafrumvarpið 2022

Staðlaráð Íslands skrifaði umsögn um fjárlagafrumvarpið 2022 þar sem erfiðlega hefur gengið að fjármagna lögbundna staðlagerð undanfarin misseri.

Umsögnin tekur mið af reynslu starfsmanna Staðlaráðs af samskiptum við starfsmenn hins opinbera þar sem skilningur á hlutverki ráðsins við útvega nauðsynleg og lögbundin viðmið og kröfur inn í íslenskt regluverk er lítill sem enginn. Við bindum miklar vonir við að njóta ekki bara skilnings heldur einnig nauðsynlegs stuðnings við þau mikilvægu, lögbundnu verkefni sem við sinnum af alúð og trúmennsku, nú þegar málaflokkur húsnæðis- og mannvirkja verður fluttur yfir í nýtt ráðuneyti. 

Menu
Top