Tækniforskriftin ÍST TS 239 - EDI2XML möppun fimm verslunarskeyta gefin út

Tækniforskriftin ÍST TS 239 hefur verið gefin út. 

Tækniforskrift þessi lýsir því hvernig EDIFACT skeyti sem fylgja skilgreiningum sem gefnar hafa verið út í Bláu bók Icepro, yfirfærast yfir í XML skeyti sem byggð eru á skilgreiningum Peppol. Tækniforskriftin fylgir raunverulegum skeytadæmum sem fengin hafa verið frá þátttakendum í verkefninu. Tekin eru saman öll þau stök sem notuð eru í þeim dæmum og sett saman í eitt skeytadæmi. Það skeytadæmi er mappað yfir í Peppol í möppunartöflu og síðan sýnd tvö samsvarandi skeytadæmi, EDIFAC og XML fyrir sama skeytið. Í hvoru skeytadæmi fyrir sig eru tilvísananúmer sem samsvara tækniforskriftum Peppol. Gert er ráð fyrir að notendur getið unnið út frá skeytadæmunum og notað möppunartöfluna til hliðsjónar. Í skeytaskilgreiningum Peppol eru ýtarlegri skilgreiningar á mörgum svæðana þar sem merking þeirra er skilgreind og ýmsar reglur og afmarkanir útfærðar [Peppol BIS skeyti].

Þetta verkefni var fjármagnað af Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti ásamt Fjármálaráðuneyti

Tækninefndin FUT TV-GRV vann verkið. Bergljót Kristinsdóttir frá ICEPRO er formaður. hennar

Tækniskýrslan er nú fáanleg í Saðlabúðinni. 

Menu
Top