Ný tækniforskrift ÍST TS 314:2021 - Technical specification – Documents gefin út

Ný tækniforskrift ÍST TS 314:2021 hefur nú verið gefin út. Þessi tækniforskrift er skrifuð með það að leiðarljósi að finna ákjósanlegustu leiðina við að innleiða skjalaþjónustu í IOWBWS 3.0 samkvæmt kröfum íslenskra banka. API tengi gerir bókhaldskerfum, greiðslukerfum, upplýsingakerfum og öðrum kerfum kleift að skiptast á gögnum hjá bönkum án þess að skrá sig í hefðbundinn heimabanka. Dæmi um slík skipti á gögnum getur verið í gegnum viðmót bókhaldskerfa. Með einum hnappi í bókhaldskerfi er hægt að nálgast rauntíma gögn sem framkvæmist af bakgrunnskerfi.

Tækninefnd FUT um fjármálaþjónustu (TN-FMÞ) vann skjalið sem lið í sambankaþjónustuverkefninu IOBWS 3.0.

Verkefnið IOBWS 3.0 er að mestu fjármagnað með styrk frá Íslandsbanka, Arion banka og Landsbanka

Þessa tækniforskrift er hægt að nálgast í staðlabúðinni okkar.


Menu
Top