Aðalfundur Staðlaráðs Íslands 2021

Aðalfundur Staðlaráðs Íslands var haldinn fimmtudaginn 20. maí. Fyrir utan hefðbundin aðalfundarstörf hélt Dr. Snjólaug Ólafsdóttir erindi fyrir fundargesti undir heitinu "Loftslagsmál og sjálfbærni fyrirtækja - Leiðarljós til framtíðar". Að erindi hennar loknu hófust hefðbundin aðalfundarstörf. Fundarstjór var kjörin Andri Sveinsson. 

Kristjana Kjartansdóttir formaður stjórnar Staðlaráðs Íslands flutti skýrslu stjórnar og fór yfir helstu þætti ársins í starfi Staðlaráðs. Á meðal þess sem kom fram í erindi Kristjönu var að "rekstur Staðlaráðs skilaði jákvæðri niðurstöðu, þrátt fyrir óvissu sem fylgdi heimsfaraldrinum. Á árinu fór ný heimasíða í loftið, ný vefverslun og nýjar þjónustuleiðir. Með þessu er verið að bæta aðgengi að stöðlum og koma betur til móts við þarfir viðskiptavinanna. Áfram var unnið að því að styrkja ímynd Staðlaráðs og nýtt myndmerki var tekið í notkun. Það byggir á gullsniði talna og er auðvelt að tengja myndmerkið við þann kraft, framsýni og umbætur sem einkennir reksturinn. Fagstaðlaráðin slógu ekki slöku við í stöðlunarverkefnum ársins líkt og fram kemur í skýrslum þeirra". Nánar er hægt að lesa um starfsárið í ársskýrslu Staðlaráðs sem er aðgengileg á vefnum. 

Ásamt erindi formanns stjórnar fluttu formenn fagstaðlaráða erindi og fór yfir helstu vörður sem urðu á leið fagstaðlaráða á árinu ásamt því að fara yfir helstu tölur í rekstri. Að því loknu fór Helga Sigrún Harðardóttir, framkvæmdastjóri Staðlaráðs Íslands yfir ársreikninga samtakanna. Rekstur Staðlaráðs Íslands gekk vel á árinu og helstu lykiltölur í rekstrinum jákvæðar. 

Stjórnarkjör fór fram að loknu erindum. Í framboði voru eftirfarandi einstaklingar:

Formannskjör

Kristjana Kjartansdóttir - Verkfræðingafélag Íslands

Aðalmenn í stjórn

Ásdís Sigurðardóttir - Marel

Gyða Björg Sigurðardóttir - Ráði

Helga Jóhanna Bjarnadóttir - Samtök atvinnulífssins

Sigurður Másson - Neytendasamtökin

Varamenn í stjórn

Sigurbjörg Sæmundsdóttir - Umhverfis- og auðlindaráðuneyti

Ágúst Valgeirsson - (Á ár eftir af kjörtíma sínum)

Sjálfkjörnir í stjórn

Egill Viðarsson - Formaður Byggingastaðlaráðs

Emil Sigursveinsson - Formaður Rafstaðlaráðs

Kristján Þórarinsson - Formaður Fagstaðlaráðs í fiskimálum

Þorvarður Kári Ólafsson - Formaður Fagstaðlaráðs í upplýsingatækni

Engin mótframboð komu fram á fundinum og hlutu því allir frambjóðendur kjör í stjórn Staðlaráðs Íslands. 

Að loknu stjórnarkjöri var farið yfir síðustu dagskrárliði. Á meðal þeirra var ákvörðun aðildargjalda, ákvörðun þóknunar stjórnarmanna, rekstraráætlun 2021 og kosning skoðunarmanns reikninga lögð fyrir aðalfund til samþykktar. Allar tillögur stjórnar voru samþykktar á fundinum. 

Að því loknu þakkaði fundarstjóri fyrir sig og sleit fundinum. 

Frekari upplýsingar um starfsár Staðlaráðs má nálgast HÉR á vef Staðlaráðs ásamt ársreikningum. 

 

 

 

 

Menu
Top