Ársskýrsla 2020 er komin út

Ársskýrsla Staðlaráðs fyrir árið 2020 er komin út og er hún aðgengileg hér á vefnum. Ársskýrslur eru nú eingöngu gefnar út rafrænt og því ekki hægt að nálgast prentað eintak af henni.

Árið 2020 var róstursamt ár fyrir alla heimsbyggðina og Covid-19 faraldurinn steig niður fæti í öllum heimshornum. Þrátt fyrir miklar áskoranir var starf Staðlaráðs blómlegt og með hjálp tækninnar var hægt að halda vinnunni áfram svo gott sem án hindrana. Starfsemin aðlagaðist þannig breyttum aðstæðum og útgáfa staðla, námskeiðshald og annað starf Staðlaráðs hélt áfram sinni vegferð rétt eins og fyrri ár. 

Fyrir áhugasama er hægt að kynna sér starfsemi Staðlaráðs í ársskýrslu samtakanna sem finna má hér að neðan ásamt ársreikningi. 

Ársskýrsla Staðlaráðs 2020.pdf

Staðlaráð Íslands Ársreikningur 2020.pdf

Menu
Top