Ábyrgir stjórnunarhættir - Nýr staðall ISO 37301

Landslagið í kringum löggjafir er síbreytilegt og þurfa fyrirtæki og stofnanir sífellt að vera á tánum til að tryggja að verið sé að fylgja breytingum á lögum og reglugerðum í hvívetna. Að fara eftir lögum og reglugerðum er samt miklu meira en það að tikka í öll boxin, það getur einnig verið hluti af rótgróinni menningu um heiðarleg viðskipti og gott siðferði. Allt er það uppskrift að velgengni fyrirtækja í viðskiptum. Stjórnunarkerfi fyrir reglufylgni er leið til að komast á þann áfangastað og hefur nýr staðall verið útgefinn sem að veitir leiðsögn og aðstoð á þeirri vegferð. 

ISO 37301, Stjórnunarkerfi fyrir reglufylgni - Kröfur með leiðsögn um notkun, uppfyllir allt sem stofnun eða fyrirtæki þarf að vita til að þróa, innleiða, viðhalda og bæta skilvirkt reglukerfi fyrir regluvörslu. Þessi nýji staðall kemur í stað eldri staðals, ISO 19600:2014. 

Howard Shaw, formaður tækninefndar sem þróaði staðalinn sagði "að samræmi er ekki einungis að forðast sektir og ætti alls ekki að takmarka við einstakan hluta fyrirtækis heldur sé þetta mál sem viðkemur öllum starfsmönnum ákveðinnar heildar. Allir vilja vinna með fyrirtækjum sem þeir geta treyst. Og traust byggist á fyrirtækjamenningu um að gera rétt, þar sem allir starfsmenn leggja sitt af mörkum vegna þess að þeir skilja og trúa á mikilvægi þess. Það sem skiptir máli í þessu er góð forysta og skýr gildi sem þurfa að koma frá æðstu stjórnendum fyrirtækis". 

Með þessum hætti mælir ISO 37301 með aðkomu æðstu stjórnenda og mælir fyrir reglum um góða stjórnarhætti. Það mælir einnig með því að samþætta regluverk, að það sé fellt inni í fjárhags-, áhættu-, gæða-, umhverfis- og heilsu- og öryggisstjórnunarferla sem og rekstrarkröfur og verklag.

Ávinningurinn af innleiðingu ISO 37301 er talinn fela ekki aðeins í sér minni sektarhættu vegna vanefnda heldur bætt orðspor og trúverðugleika sem veitir viðskiptavinum og öðrum hagsmunaaðilum meira traust ásamt auknum viðskiptatækifærum.

Einnig er hægt að samþætta staðalinn í önnur stjórnunarkerfi stofnunarinnar, svo sem ISO 37001 vegna mútugreiðslu eða ISO 9001 fyrir gæði og eykur þannig skilvirkni og framleiðni.

ISO 37301 var þróað af ISO tækninefndinni ISO / TC 309, stjórnarháttum samtaka. Hann er núna hægt að nálgast í staðlabúðinni okkar.

Menu
Top