Sveitarfélög hafa gríðarmörg verkefni á sinni könnu og mörg þeirra snerta íbúana með beinum hætti.
Frárennslismál, almenningssamgöngur, heilsugæsla, félagsmál, íþrótta- og tómstundamál, skólamál, götulýsing, sorphirða og ótalmargt fleira. Íbúar gera miklar kröfur til þeirra sem koma að stjórn mála og við blasir að heildstætt stjórnunarkerfi er nauðsynlegt til að stjórnun þess sé heildræn og skilvirk og fjármunum sé sem best varið.
Áskoranirnar eru fjölmargar en til allrar hamingju er lítið mál að verða sér úti um leiðbeiningar til að setja saman gæðastjórnunarkerfi sem heimurinn þekkir og margskonar skipulagsheildir, smáar og stórar hafa stuðst við áratugum saman. Við erum auðvitað að tala um kerfi skv. ISO 9001.
Nú er einnig hægt að fá leiðbeiningar vegna innleiðingar ISO 9001 hjá sveitarfélögum, ISO 18091 sem inniheldur kröfurnar úr ISO 9001 en auk þess ýmis verkfæri í viðaukum sem auðvelda notendum að fá sem mest út úr gæðastjórnunarstaðlinum. Þannig má t.d. finna aðferð sem sveitarfélög geta notað til að meta frammistöðu sína í einstökum málaflokkum til að draga fram það helsta sem betur má fara. Aðferðin er sprottin upp úr Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna enda er staðlinum ætlað að halda uppi skilvirkri þjónustu en um leið ýta undir sjálfbæra þróun sveitarfélaga.
Svo má alltaf hressa upp á þekkinguna á megináherslum gæðastjórnunar eins og ISO gerir svo vel hér