Út er komin ÍST HB 211 handbók um spennujöfnun raflagna í iðnaði. Handbókin er þýðing á handbók sænsku rafstaðlasamtakanna SEK og sá Rafstaðlaráð um tæknilega yfirferð þýðingar og staðfærslu efnis hennar. Þýðingarverkefnið er fjármagnað af RAFMENNT og verður handbókin aðgengileg í Staðlabúðinni og á rafbok.is.
Handbókin er þýðing sænskrar handbókar, SEK Handbok 449 - Potentialutjämning i industriella elanläggningar, 1.útgáfa, Svíþjóð 2009. SEK Svensk Elstandard sér um staðlagerð fyrir sænska raforkuiðnaðinn og hefur umsjón með þátttöku Svía í Evrópu- og alþjóðasamstarfi staðlaráðanna, eru þannig fulltrúar í CENELEC og IEC. SEK eru óháð samtök sem hafa það markmið að taka þátt í og vinna að setningu tæknilegra staðla fyrir raforkuiðnaðinn.
Þessi útgáfa er birt samkvæmt samkomulagi Rafstaðlaráðs og RAFMENNT, grundvallað á samkomulagi Staðlaráðs Íslands og Sænska rafstaðlaráðsins SEK. Gert er ráð fyrir að birta fleiri skjöl á þessum grundvelli. Handbókin er gefin út í ritröð handbóka Staðlaráðs Íslands sem ÍST HB 211. Handbókinni er dreift án endurgjalds á rafbókasafninu www.rafbok.is.
Allir rafiðnaðarmenn og rafiðnaðarnemar geta fengið aðgang HÉR að rafbókinni án endurgjalds.