Fjarnámskeið Staðlaráðs - Vorönn 2021

Staðlaráð býður námskeið um notkun staðla, almenn námskeið jafnt og sérnámskeið fyrir fyrirtæki, félög og stofnanir. Við leggjum metnað okkar í að bjóða námskeið sem hafa skýr námsmarkmið og skila þátttakendum aukinni færni. - Eftirfarandi námskeið verða á vorönn 2021.

10. og 11. febrúar
Stjórnun upplýsingaöryggis samkvæmt ISO/IEC 27001 og ISO/IEC 27002 - Lykilatriði, uppbygging og notkunMARKMIÐ námskeiðsins er að þátttakendur geti gert grein fyrir lykilatriðum staðlanna ISO/IEC 27001 og ISO/IEC 27002 og þekki hvernig þeim er beitt við stjórnun upplýsingaöryggis í fyrirtækjum og stofnunum. - Nánari upplýsingar og skráning >>

24. og 25. febrúar
Gæðastjórnun samkvæmt ISO 9001 - Lykilatriði og uppbygging gæðastjórnunarkerfis - MARKMIÐ námskeiðsins er að þátttakendur þekki megináherslur og uppbyggingu gæðastjórnunarkerfis og hvernig stöðlum er beitt til að koma á slíku kerfi. Að þeir þekki kröfurnar í ISO 9001 og hvernig þær eru innleiddar til að koma á vottunarhæfu gæðastjórnunarkerfi. - Nánari upplýsingar og skráning >>

11. mars
Jafnlaunastaðallinn ÍST 85 - Lykilatriði og notkun - MARKMIÐ námskeiðisins er að þátttakendur þekki meginatriði og helstu ferla jafnlaunastaðalsins ÍST 85 Jafnlaunakerfi - Kröfur og leiðbeiningar og geti beitt staðlinum við jafnlaunastjórnun og launaákvarðanir. - Nánari upplýsingar og skráning >>


24. mars
Innri úttektir með hliðsjón af ISO 19011 - MARKMIÐ námskeiðsins er að þátttakendur skilji til hlítar tilgang og ferli innri úttekta á stjórnunarkerfum með hliðsjón af ISO 19011, geti gert grein fyrir mikilvægustu atriðum slíkra úttekta og séu að loknu námskeiðinu færir um að framkvæma innri úttekt í samvinnu við reyndan úttektarmann. - Nánari upplýsingar og skráning >>

15. apríl
Neyðarlýsingarkerfi - Staðlar sem öflug verkfæri - MARKMIÐ námskeiðsins er að þáttakendur þekki helstu neyðarlýsingarstaðla og geti notfært sér þá við hönnun, uppsetningu, úttekt og viðhald á neyðarlýsingarkerfum. - Nánari upplýsingar og skráning >>

5. og 6. maí
Persónuvernd með hliðsjón af ISO/IEC 27701MARKMIÐ námskeiðsins er að þátttakendur geti gert grein fyrir uppbyggingu og samhengi staðalsins ISO/IEC 27701 og beitt honum á hagnýtan hátt við að uppfylla kröfur laga og reglna um vernd persónuupplýsinga.Nánari upplýsingar og skráning >>

Menu
Top