Ný skýrsla um rafræna reikninga - ÍST TR 238 ed. 2

Hjá Staðlaráði er komin út skýrslan ÍST TR 238:2020 ed. 2 Innleiðing EN 16931 og TS 236 - Greining og áætlunargerð á Íslandi - 2. útgáfa. Skýrslan er afrakstur af ICELAND INV18 verkefninu sem CEF styrkir og byggir á ÍST TR 238:2020 sem kom út í maí 2020.


Í skýrslunni er greining á innleiðingu rafrænna reikninga og ÍST EN 16931 á Íslandi og hún borin saman við innleiðingu á Norðurlöndum. Helstu árangursþættir eru skýrðir og kynntar tillögur að innleiðingaráætlun. Þá er í skýrslunni varpað ljósi á umfang innleiðingar rafrænna reikninga á Íslandi og  kynntar niðurstöður kannana ICEPRO meðal notenda rafrænna reikninga í fyrirtækjum, hugbúnaðarhúsum og hjá skeytamiðlurum rafrænna reikninga.

Skýrslan er tækniskýrsla frá tækninefndinni TN-GRV. Ritstjóri er Markús Guðmundsson hjá Unimaze.

ÍST TR 238:2020 ed. 2 er fáanleg í Staðlabúðinni án endurgjalds. Sjá hér >>

--------------------------
Unimaze og tækninefnd Fagstaðlaráðs í upplýsingatækni (FUT) um grunngerð rafrænna reikninga, TN-GRV, tekur þátt í evrópsku verkefni um innleiðingu staðalsins ÍST EN 16931 Rafræn reikningagerð og íslensku tækniforskriftarinnar TS 236 Rafrænt reikninaferli. Verkefnið heitir ICELAND-INV18 - Uptaking the EN eInvoicing by public authorities in Iceland.

Ath. Innihald þessarar fréttar er á ábyrgð Staðlaráðs og endurspeglar ekki endilega skoðanir Evrópusambandsins.

Menu
Top