Sannreyningartól fyrir rafræna reikninga

Staðlaráð hefur komið upp sannreyningartóli fyrir xml skeyti rafrænna reikninga. Tólið er hugsað fyrir alla þá sem sýsla með tól og tæki vegna rafrænna reikninga. Sérstaklega fyrir á sem vinna að þróun hugbúnaðarkerfa, skeytamiðlara og eins stóra aðila sem hafa vinna með rafræna reikninga og hafa innanhússtölvufólk til að greina villur sem upp koma. Með þessu tóli verður leiðin að viðunandi samræmi í útgefnum xml skjölum reikninga milli aðila á Íslandi.

Verkfærið er þróað í verkefninu ICELAND INV18 sem Staðlaráð, Unimaze, ICEPRO og 10 aðrir aðilar hafa unnið að frá árinu 2019 og felst í innleiðingu á rafrænum reikning eftir tækniforskriftinni TS 236 sem tækninefndin TN-GRV vann að og gefin var út hjá Staðlaráði á árinu 2018. En fyrir eru á markaði eldri og ófullkomnari staðlar sem m.a. duga ekki til sendinga reikninga yfir landamæri. Þeir sem innleiða TS 236 í meðhöndlun rafrænna reikninga eru samhliða að taka upp evrópska staðalinn ÍST EN 16931.

Verkefnið er styrkt af CEF

Sannreyningartólið má nálgast á vefsíðunni http://sannreyning.stadlar.is/

-----------------------

Unimaze og tækninefnd Fagstaðlaráðs í upplýsingatækni (FUT) um grunngerð rafrænna reikninga, TN-GRV, tekur þátt í evrópsku verkefni um innleiðingu staðalsins ÍST EN 16931 Rafræn reikningagerð og íslensku tækniforskriftarinnar TS 236 Rafrænt reikninaferli. Verkefnið heitir ICELANd-INV18- Uptaking the EN eInvoicing by public authorities in Iceland.

Ath. Innihald þessarar fréttar er á ábyrgð Staðlaráðs og endurspeglar ekki endilega skoðanir Evrópusambandsins.

Menu
Top