Staðlaráð Íslands tekur, samhliða nýjum vef, nýja Staðlabúð í notkun. Í henni er að finna sama góða vöruúrvalið eða um 55.000 gilda staðla. Með henni viljum við auka og bæta þjónustu við okkar viðskiptavini. Hún felur því í sér nokkrar breytingar.
Núverandi viðskiptavinir eru beðnir að kynna sér þær vandlega til að tryggja hnökralaus viðskipti.
Nánari leiðbeiningar má nálgast HÉR á pdf formi.
Þær breytingar hafa verið gerðar að allir staðlar eru nú afhentir á pdf sniði, merktir kaupanda, óháð uppruna þeirra. Þannig verða séríslenskir og þýddir staðlar, sem hingað til hafa eingöngu verið afhentir í s.k. „lesaðgangi“ í gegnum LockLizard einnig afhentir sem pdf skjöl eins og aðrir staðlar. Í því felst traust til kaupenda um að þeir virði skilmála Staðlabúðarinnar og dreifi stöðlunum ekki með ólögmætum hætti. Staðlasala er ein mikilvægasta tekjulind Staðlaráðs og án hennar væri grafið undan staðlastarfi í landinu. Við þökkum viðskiptavinum okkar fyrir að virða skilmálana okkar.
Verslunin virkar þannig að notandi skráir sig inn með rafrænum skilríkjum, pantar það sem hann óskar, greiðir fyrir vöruna með kreditkorti, sé hann ekki í reikningsviðskiptum eða áskrift og niðurhalshlekkur birtist samstundir í listanum „Mínir staðlar“. Þar má einnig finna yfirlit yfir einstakar pantanir auk þess sem þar er einnig að finna lista yfir staðla sem pöntuð hefur verið vöktun á.
EF STAÐALL BIRTIST EKKI TIL NIÐURHALS Í LISTANUM „MÍNIR STAÐLAR“ VINSAMLEGA HAFÐU SAMBAND VIÐ STAÐLARÁÐ ÍSLANDS Í SÍMA 520 7150 EÐA Á sala@stadlar.is
Keyptir staðlar eru nú ekki lengur skráðir sjálfkrafa í vöktun. Notendur þurfa að óska vöktunarinnar sérstaklega með því að smella á vöktunarhnapp sem birtist með keyptum stöðlum í listanum „Mínir staðlar“. Þá er unnt að panta vöktun á einstaka staðla óháð því hvort þeir hafa verið keyptir og fá upplýsingar um það þegar þeir hafa verið endurskoðaðir. Það er gert með því að innskrá sig í Staðlabúðina með rafrænum skilríkjum og panta vöktun á valda staðla. Listi yfir pantaða vöktun birtist þá undir „Mín vöktun“.
VIÐSKIPTAVINIR SEM HAFA NÚ ÞEGAR PANTAÐ VÖKTUN Á STAÐLA Í GEGNUM ELDRI VEFVERSLUN VERÐA AÐ ÓSKA HENNAR AÐ NÝJU SBR. OFANGREINDAR LEIÐBEININGAR.
Þær breytingar hafa orðið á Staðlabúðinni að við höfum tekið í okkar þjónustu umboðskerfi www.island.is Í því felst að þeir sem hafa heimild af hálfu sinna vinnuveitenda til að stofna til reikningsviðskipta eru skráðir sem slíkir í umboðskerfi www.island.is en fyrirtæki þurfa að hafa óskað slíkra viðskipta við Staðlaráð. Viljir þú komast í reikningsviðskipti með þitt fyrirtæki, hafðu samband við okkur í síma 520-7150.
ÞEIR VIÐSKIPTAVINIR SEM ÞEGAR ERU Í REIKNINGSVIÐSKIPTUM ÞURFA EKKI AÐ HAFA SAMBAND VIÐ STAÐLARÁÐ, EINGÖNGU AÐ GANGA FRÁ UMBOÐSMANNATILKYNNINGUM Á www.island.is
Sá starfsmaður fyrirtækis sem hefur heimild til að skuldbinda fyrirtæki í reikningsviðskiptum samkvæmt umboðsmannakerfinu getur veitt öðrum umboð til að eiga í slíkum viðskiptum einnig.
Byrja þarf á að veita þér heimild til að veita öðrum umboð.
Það er gert svona: