Samtök rafverktaka og Staðlaráð undirrita samning um aðgengi að ÍST 30

Samtök rafverktaka og Staðlaráð undirrituðu í dag samning um rafrænt aðgengi félagsmanna að ÍST 30- almennum útboðsskilmálum um verkframkvæmdir. Samningurinn er viðauki við samning sem gerður var í upphafi árs um rafrænt aðgengi sömu félagsmanna að ÍST 200 handbókinni, ÍST 150 og ÍST 151. Það má því með sanni segja að rafverktakar sem aðild eiga að SART séu vel settir með aðgengi að stöðlum sem þeir nota daglega í störfum sínum.

Menu
Top