Átt þú erindi?

Staðlaráð eykur nú við þjónustu sína með því að bjóða örráðgjöf fyrir einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir til að auka upplýsingagjöf um staðla sem eiga erindi inn í íslenskt atvinnulíf. 

Til hvers?

Ef þú ert stjórnandi sem telur að þinn rekstur geti haft hagsmuni af staðlanotkun en ert ekki viss um hvaða staðlar henta, hvaða kröfur þinn rekstur þarf að uppfylla, hvernig staðlar tengjast löggjöf, t.d. varðandi CE merkingar eða hvaða ávinningur er af staðlanotkun þá getum við hjálpað þér að finna svörin.

Hverjir?

Allir þeir sem geta haft not af stjórnunarkerfisstöðlum (almenn gæðastjórnun, umhverfisstjórnun, stjórnun upplýsingaöryggis o.s.frv.), þeir sem flytja inn eða framleiða vörur sem skulu CE merkjast, opinberir aðilar sem nota staðla til að sinna opinberu markaðseftirliti, sveitarfélög með blandaðar þarfir, aðilar sem annast innkaup á vörum og opinber útboð í mannvirkjagerð eru allt aðilar sem hafa hagsmuni af staðlanotkun með einum eða öðrum hætti. Og miklu fleiri því ávinningurinn af staðlanotkun er ótvíræður. Um það má lesa hér. 

Þjónustan er ætluð þeim sem vilja auka þekkingu sína á stöðlum, virkni þeirra og ávinningi eða gætu haft hag af víðtæku aðgengi að stöðlum.

Hvernig?

Pantaðu tíma hjá Arngrími Blöndahl á arngrimur@stadlar.is eða í síma 520 7150. Við bjóðum ýmist upp á fundi í húsnæði okkar í Þórunnartúni 2 eða fjarfundi á TEAMS, ef það hentar betur.

Gott er að senda upplýsingar um verkefnið, atvinnugreinina og helstu kröfur fyrir fund og við leitumst við að afla gagna og undirbúa fundinn til að hann gagnist þér sem best.

Verð fyrir greiningu verkefnis og fyrsta fund  er 20.000.- Komi til frekari vinnu er tímagjaldið 17.000.-

 

Staðlaráð er með þessu ekki að veita ráðgjöf um innleiðingu gæðastjórnunarkerfi eða túlkun á einstökum kröfustöðlum, eingöngu að veita upplýsingar um verkfæri sem gætu hentað við að ná betri árangri. 

Menu
Top