Sjálfbærari sveitarfélög

Fátt er meira rætt en sjálfbærni og sjálfbær samfélög. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna eru þar undir og öll ríki heims verða að leggjast á eitt til að þeim verði náð. Þannig lítur málið út þegar horft er vítt yfir sviðið en úrlausnarefnin eru rétt við höndina og mörg þau veigamestu í verkahring bæja, borga og sveitarfélaga. Hinar brennandi spurningar á þeim vettvangi eru þessar: Hvað eigum við að gera og hvernig er best að standa að verki?
ISO 37101

Heildstætt og skilvirkt stjórnunarkerfi

Alþjóðlegi staðallinn ISO 37101 útskýrir ekki einungis hvað þurfi til að gera samfélög sjálfbærari heldur hvernig hægt er að vinna þannig að sem mestur árangur náist. Tekið er tillit til þess í staðlinum að samfélög eru margvísleg og ólík, sem óhjákvæmileg hefur áhrif á verkefnin sem tekin eru fyrir, hvernig þau eru valin og hvernig þau eru leyst. Reynsla bæja, borga og sveitarfélaga víða um heim af notkun staðalsins hefur hins vegar sýnt ótvírætt fram á gagnsemi þess að vinna að sjálfbærni með heildstæðu og skilvirku stjórnunakerfi. Flest ef ekki öll sveitarfélög á Íslandi eru þegar með verkefni í gangi sem miða að aukinni sjálfbærni. Þau hefðu gagn af að kynna sér ISO 37101. Staðallinn er byggður upp á sama hátt og aðrir þrautreyndir alþjóðlegir stjórnunarkerfisstaðlar á borð við ISO 9001 og ISO 14001.

Góðar spurningar
Fyrr í sumar var ágætt tímaritsviðtal við formann þeirrar nefndar hjá Alþjóðlegu staðlasamtökunum ISO sem hefur með sjálfbærni borga og sveitarfélaga að gera. Sá er franskur og heitir Bernard Gindroz. Í viðtalinu svarar Bernard nokkrum áhugaverðum spurningum eins og þeirri hvar stjórnir sveitarfélaga sem hafa áhuga á að nota alþjóðlega staðla eigi að byrja? Bernard er einnig beðinn um að útskýra tvö orð sem heyrast oft í sambandi við borgir og bæi; orðin "snjall" og "sjálfbærni". Hvað þýða þessi orð í samhengi við sveitarfélög?


Viðtalið við dr. Bernard Gindroz


ATH. Finna má leiðbeiningabækling fyrir notkun ISO 37101 á síðunni þar sem viðtalið er (í lokin undir "Related information")

Fullt heiti staðalsins er ISO 37101:2016 Sustainable development in communities - Management system for sustainable development - Requirements with guidance for use.

Staðallinn fæst í Staðlabúðinni á vef Staðlaráðs.

Menu
Top