Sannreyningartól fyrir TS 236 Rafrænt reikningaferli

Samræming á rafrænum reikningum byggist á því að aðilar séu að nota sömu útgáfu sannreyningarskráa.

Sannreyningartól á vef Staðlaráðs býður upp á prófun á rafrænum reikningi samkvæmt tækniforskrift TS 236:2018 Rafrænt reikningaferli - Innleiðing á PEPPOL BIS Billing 3.0 og ÍST EN 16931. Tækniforskriftin er gefin út af Staðlaráði Íslands.

Sannreyning á rafrænum reikningi notar sannreyningarskrár (schematrons) sem gefnar eru út af Staðlaráði Íslands. Skrárnar má nota á mismunandi prófunarsíðum eða byggja inn í skeytalausnir og þjónustur.

Sannreyningartól

Dragið XML skrá sem inniheldur dæmi um rafrænan reikning samkvæmt TS 236 inn á síðuna sem opnast. Tólið birtir villur sem mögulega eru í skjalinu.

Smelltu hér

Iceland-INV18

Unimaze og tækninefnd Fagstaðlaráðs í upplýsingatækni (FUT) um grunngerð rafrænna reikninga, TN-GRV, tekur þátt í evrópsku verkefni um innleiðingu staðalsins ÍST EN 16931 Rafræn reikningagerð og íslensku tækniforskriftarinnar TS 236 Rafrænt reikninaferli. Verkefnið heitir ICELANd-INV18- Uptaking the EN eInvoicing by public authorities in Iceland.

Ath. Innihald þessarar fréttar er á ábyrgð Staðlaráðs og endurspeglar ekki endilega skoðanir Evrópusambandsins.

Menu
Top