Andlitsgrímur og kröfur til þeirra

Flugfarþegum víða um heim er nú skylt að bera andlitsgrímur. Það á til dæmis við um farþega Icelandair. En gríma er ekki bara gríma. Vinnustofusamþykkt um andlitsgrímur hefur verið gefin út af evrópsku staðlasamtökunum CEN með þátttöku íslenskra fulltrúa. Þar eru skilgreindar kröfur til framleiðslu andlitsgríma, prófunar, notkunar og þvottar auk þess sem gefnar eru leiðbeiningar um heimasaumaðar andlitsgrímur.

Vinnustofusamþykktina má nálgast hér 

Menu
Top