Staðlar og löggjöf

Í upphafi árs 2020 gaf Staðlaráð út rit sem ber heitið Staðlar og löggjöf. Ætlunin með því er að hvetja til samtals á milli Staðlaráðs og löggjafans og auka skilning á því hvers vegna og hvernig má ná árangri með því að nota staðla sem stuðning við innleiðingu stefnu og löggjafar og við framkvæmd ýmissa verkefna. Ritið hefur að geyma samantekt í stuttu máli á því hvernig staðlar verða til, hvernig þeir eru nýttir til að styðja við áform stjórnvalda, m.a. í Evrópu og mismunandi aðferðir við tilvísanir og ávinning af staðlanotkun. Ritið er aðgengilegt hér

Menu
Top