Ávinningur staðlanotkunar

Rannsókn sem gerð var meðal tæplega 1200 fyrirtækja á öllum Norðurlöndunum 2017-2018 sýnir að aukin notkun staðla hefur haft jákvæð áhrif á efnahagslega þróun á Norðurlöndunum. Þar kemur m.a. í ljós að aukin notkun staðla hefur stuðlað að 39% framleiðniaukningu og 28% aukningu á landsframleiðslu á árunum 1976-2014. Útreikningar sýna að 0,7% árleg framleiðniaukning meðal norrænna fyrirtækja á rætur að rekja til aukinnar staðlanotkunar.

Þrjár mikilvægustu ástæður þess að fyrirtæki og stofnanir innleiða staðlanotkun í starfsemi sinni eru: að auka aðgengi að mörkuðum, auka gæði vöru og þjónustu og auðvelda áhættustjórnun. Þá segja 73% stjórnenda ávinning af staðlanotkun meiri en kostnaðinn við innleiðingu þeirra og 85% segja staðlanotkun leiða til trausts og öryggis meðal viðskiptavina.

 

Spurningum um það hverjum staðlar gagnist og hvernig, hvað menn fá út úr staðlanotkun og hvernig þeir teikna framtíðaráform sín upp með stöðlum er öllum svarað í skýrslu um rannsóknina.

The influence of standards on the Nordic Economies er aðgengileg hér. 

Menu
Top