Spennandi Evrópuverkefni um rafræna reikninga - Fagstaðlaráð í upplýsingatækni (FUT)

Tækninefnd FUT um grunngerð rafrænna reikninga, TN-GRV, tekur þátt í evrópsku verkefni um innleiðingu staðalsins ÍST EN 16931 Rafræn reikningagerð og íslensku tækniforskriftarinnar TS 236 Rafrænt reikninaferli. Verkefnið heitir ICELANd-INV18- Uptaking the EN eInvoicing by public authorities in Iceland.

Tilgangur verkefnisins er að fylgja eftir upptöku rafrænna reikninga hjá opinberum aðilum með stuðningi, gerð innleiðingaráætlunar, mælinga á stöðu innleiðingar rafrænna reikninga og útgáfu skýrslu um málið.

Hlutverk TN-GRV í verkefninu er:

1. Þátttaka í mótun innleiðingaráætlunar
2. Sérfræðiráðgjöf við gerð og túlkun kannana á innleiðingu
3. Uppsetning vefkerfis til sannprófana í samstarfi við Unimaze
4. Útgáfa skýrslu sem miðlar helstu niðurstöðum verkefnisins

Hafist var handa með ræsfundi 7. júní síðastliðinn en undirbúningur verkefnisins hefur staðið yfir um nokkurt skeið. Verkefnið er að stærstum hluta fjármagnað af Evrópusambandsstofnuninni CEF. Verkefnið er áhugaverð viðbót og styður vel við önnur verkefni sem unnið er að hjá nefndinni.

Heimasíða verkefnisins >>

Ath. Innihald þessarar fréttar er á ábyrgð Staðlaráðs og endurspeglar ekki endilega skoðanir Evrópusambandsins.

Menu
Top