Stöðlunarverkefni á ábyrgð stjórnar

Stundum háttar svo til að aðkallandi stöðlunarverkefni berast inn á borð Staðlaráðs án þess að til sé skilgreint fagstaðlaráð á því sviði. Í slíkum tilvikum skipar stjórn Staðlaráðs tækninefnd sem fer með stöðlunarvinnuna á ábyrgð stjórnar skv. reglum um þátttöku í staðlastarfi.

 

ÍST 85 - Jafnlaunastaðall

Endurskoðun jafnlaunastaðalsins ÍST 85 hefur staðið yfir frá árinu 2018. Hlé var gert á þeirri vinnu í árslok 2019.

ÍST EN ISO 19011:2018 (íslensk þýðing)

Þýðing á ÍST EN ISO 19011 - Leiðbeiningar um úttektir stjórnunarkerfa. Staðallinn kom út í íslenskri þýðingu 2018. 

ISO IWA 49 (e. international workshop agreement)

Vinnustofusamþykkt um Barnhús. Vinnustofan verður haldin á Íslandi í október 2024 og fyrirhugað að gefa samþykktina út á vettvangi ISO í febrúar 2025.

Menu
Top