Kæru samstarfsaðilar,
Við hjá Staðlaráði Íslands viljum þakka ykkur öllum fyrir ánægjulegt og árangursríkt samstarf á árinu sem er að líða. Árið 2024 hefur verið viðburðaríkt og lærdómsríkt, og erum við þakklát fyrir að vinna með ykkur að því að byggja upp traust, skilvirkni og sjálfbærni í samfélaginu með krafti staðla.
Við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Megi nýtt ár færa ykkur frið, hamingju og ný tækifæri til góðra verka.
Hlýjar kveðjur,
Starfsfólk Staðlaráðs Íslands
Hvað gera staðlar
fyrir þig?
Staðlar tryggja að vörur og þjónusta sé örugg og áreiðanleg. Þeir
leiðbeina stjórnendum fyrirtækja um sjálfbærni og góða stjórnarhætti til að
tryggja framtíð þar sem við getum með áreiðanlegum og einföldum hætti treyst
því að vörur og þjónusta uppfylli ítrustu kröfur
Í
hnotskurn eru staðlar bræðingur veraldlegra og siðferðilegra viðurkenndra
viðmiða sem auðvelda og létta okkur daglegt líf
Sammælt svar okkar færustu sérfræðinga við spurningunni "Hvernig er best að gera þetta?"
Löggjafar víða um heim nýta staðla sem stuðning við löggjöf með valkvæðum eða bindandi hætti
Fyrir fyrirtæki er það fyrst og fremst efnahagslegur ávinningur en fyrir neytendur tryggja staðlar gæði
Á vettvangi Staðlaráðs eru rekin fimm fagstaðlaráð sem hafa umsjón með innlendri staðlagerð
Íslenskir
staðlar
Staðlaráð Íslands starfar samkvæmt lögum um staðla. Hlutverk Staðlaráðs er að vera samstarfsvettvangur þeirra sem áhuga hafa á staðlastarfi og eiga hagsmuna að gæta af gerð og notkun staðla hérlendis. Staðlaráð hefur að leiðarljósi að auka vöxt og nýsköpun íslensks atvinnulífs og bæta starfsskilyrði þess, ásamt því að bæta vernd og öryggi neytenda. Staðlaráð veitir ráðgjöf, upplýsingar og þjónustu um hvaðeina sem lýtur að stöðlum og stöðlun. Jafnframt sér Staðlaráð um sölu staðla frá fjölmörgum staðlastofnunum.