Persónuverndarstefna Staðlaráðs Íslands
Öll meðferð Staðlaráðs á persónuupplýsingum lýtur lögum um
persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga* og reglum sem settar eru
samkvæmt þeim.
Persónuupplýsingar eru hvers kyns persónugreinanlegar upplýsingar.
Það er, upplýsingar sem hægt er að rekja beint eða óbeint til
tiltekins einstaklings.
Staðlaráð Íslands safnar einungis upplýsingum sem nauðsynlegar eru
til að veita umbeðna þjónustu hverju sinni, svo sem vegna kaupa í
vefverslun, Staðlabúðinni, og skráningar á námskeið eða viðburði.
Kjósi viðskiptavinur að veita ekki persónuupplýsingar er ekki víst
að sé hægt að veita umbeðna þjónustu. Persónuupplýsingar eru ekki
geymdar lengur en nauðsynlegt þykir í samræmi við lög, reglur eða
ákvæði samninga milli aðila.
Hjá Staðlaráði Íslands er unnið með eftirfarandi
persónuupplýsingar:
- Nöfn, netföng, símanúmer og starfsheiti og eftir atvikum
kennitölur tengiliða aðildarfyrirtækja, viðskiptavina og annarra
sem koma beint að staðlastarfi, svo sem í gegnum tækninefndir og
vinnuhópa.
- Viðskipti með staðla og staðlaskjöl, verkbeiðnir og
samskiptasögu í tækninefndum, vinnuhópum og annars konar
staðlastarfi.
- Tölvupóstsamskipti með fyrirspurnum og upplýsingagjöf um
staðlastarf.
- Reikningsupplýsingar vegna viðskipta með staðla.
- Upplýsingar eða gögn sem viðkoma hvers kyns verkefnum.
- Samkvæmt lögum eiga einstaklingar rétt á að vita hvaða
persónulegu upplýsingar Staðlaráð Íslands varðveitir um þá. Þeir
geta einnig, eftir atvikum, átt rétt á að upplýsingarnar séu
leiðréttar, framsendar annað eða þeim eytt.
Staðlaráð Íslands meðhöndlar persónuupplýsingar í samræmi við
lög og skuldbindur sig til að varðveita upplýsingarnar á öruggan og
tryggan hátt. Persónuupplýsingar kunna að vera aðgengilegar aðilum
sem sinna bókhalds- og tækniþjónustu fyrir Staðlaráð. Upplýsingar
af því tagi sem að ofan greinir eru ekki afhentar þriðja aðila nema
með persónulegu samþykki þess sem þær varða eða í kjölfar
dómsúrskurðar eða vegna lagalegra krafna þar um s.s. til
stjórnvalda.
Noktun Staðlaráðs á vefkökum
frá þriðja aðila sem háðar eru samþykki
Staðlaráð notar vefkökur frá þriðju aðilum, s.s. Google og
Facebook á vefsvæði sínu. Þessir ailar hafa möguleika á að koma
fyrir vefkökum í vöfrum notenda heimasíðu Staðlaráðs og með þeim
hætti aflað upplýsinga um heimsóknir á vefsvæðið. Þessar vefkökur
eru ekki nauðsynleg forsenda fyrir notkun svæðisins en gegna
hlutverki fyrir Staðlaráð. Þannig notum við hjá Staðlaráði þjónustu
þessarra þriðju aðila, m.a. til að greina notkun svæðisins, hvað
varðar fjölda notenda, hegðun notenda á vefnum og til að útbúa
markaðsefni og auglýsingar sem eru sérsniðnar ákveðnum hópum.
Í meðfylgjandi töflu er að finna upplýsingar frá þriðju aðilum
um virkni sem er tengd vefkökum. Staðlaráð Íslands ber ekki ábyrgð
á þeim upplýsingum sem þar koma fram.
Notendum er alltaf mögulegt og heimilt að stilla netvafra sína
þannig að slökkt sé á notkun á vefkökum, svo þær vistist ekki eða
netvafrinn óski eftir heimild notenda fyrst. Getur slík þó dregið
úr aðgangi að ákveðnum síðum á vefsvæðinu og þjónustum þeim
tengdum.
Nauðsynlegar vefkökur
NAFN
|
VEITA
|
MARKMIÐ
|
FELLUR ÚR GILDI
|
ASPXANONYMOUS
|
www.stadlar.is
|
Gerir vefsíðum kleift að greina á milli notenda án þess að þeir
hafi innskráð sig eða gefið til kynna hverjir þeir eru á nokkurn
hátt
|
69 dagar
|
ASP.NET_Sessionld
|
www.stadlar.is
|
viðheldur lotu notanda yfir síðubeiðnir (e. page requests)
|
session
|
Tölfræðikökur
NAFN
|
VEITA
|
MARKMIÐ
|
FELLUR ÚR GILDI
|
_utma
|
Google Analytics
|
Safnar gögnum um fjölda heimsókna notanda á vefsíðuna sem og
dagsetningu fyrstu og síðustu heimsóknar. Notað af Google
Analytics.
|
2 ár
|
_utmb
|
Google Analytics
|
Skráir tímasetningu fyrstu heimsóknar notanda á vefsíðuna. Notað
af Google Analytics til að reikna út lengd heimsóknar á
vefsíðu.
|
session
|
_utmc
|
Google Analytics
|
Skráir tímasetningu brottfarar notanda af vefsíðunni. Notað af
Google Analytics til að reikna út lengd heimsóknar á vefsíðu.
|
session
|
_utmt
|
Google Analytics
|
Notað til að draga úr hraða beiðna sem sendar eru á þjóninn
|
session
|
_utmz
|
Google Analytics
|
Safnar gögnum um það hvaðan notandi kom, hvaða leitarvél var
notuð, hvaða hlekki var smellt á og hvaða leitarorð notuð. Notað af
Google Analytics.
|
6 mánuðir
|
Markaðssetningarkökur
NAFN
|
VEITA
|
MARKMIÐ
|
FELLUR ÚR GILDI
|
fr
|
.facebook.com
|
Notað af Facebook til að styðja við sínar auglýsingaþjónustur,
til að safna ógreinanlegum upplýsingum um notanda sem heimsækir
vefsvæðið og til að mæla framistöðu
|
3 mánuðir
|
tr
|
.facebook.com
|
Notað af Facebook til að safna gögnum til að bæta birtingu
auglýsinga á vesvæðum sínum eða þjónustum. Til að bæta kerfi og
bjóða upp á mælingar fyrir þriðja aðila sem notfærir sér
auglýsingaþjónustur Facebook. Þú getur breytt stillingum fyrir
Facebook hér https://www.facebook.com/ads/settings
|
session
|
Óflokkaðar vefkökur
NAFN
|
VEITA
|
MARKMIÐ
|
FELLUR ÚR GILDI
|
verslun/WebResource.axd
|
www.stadlar.is
|
WebResource.axd er ASP.NET tækni frá Microsoft sem notuð er
til að ná í skjöl og skriptur á vefþjónn
|
session
|
Leiðbeiningar um hvernig slökkva má á kökum
Hægt er að vafra um vefinn án þess
að taka við kökum (e. cookies). Hægt er að stilla vafrann sem þú
notar til að taka ekki við þessum kökum.
Leiðbeiningar um hvernig
smá stilla helstu vafra til að taka ekki við kökum
*Lög nr. 90 27.
júní 2018 >>