Spennandi verkefni á nýju ári 02.01.19

Verkefnaskrá CEN/CENELEC 2019

Evrópsku staðlasamtökin CEN og CENELEC hafa gefið út sameiginlega skrá yfir verkefnin 2019

Eins og vænta má snúast stöðlunarverkefni um allt milli himins og jarðar, því staðlar eru yfir og allt um kring. Í verkefnaskrá evrópsku staðlasamtakanna er fjallað um byggingariðnað; matvælaiðnað; orkumál; neytendamál; umhverfismál; heilbrigðismál; heimilistæki, að ógleymdum sjálfkeyrandi bílum, gervigreind og netöryggismálum.  Þá er aðeins fátt eitt talið, en sjá má fjölbreytnina í bæklingnum sjálfum. Nánar hér >>

Þátttaka í boði

Staðlaráð er aðili að CEN og CENELEC fyrir Íslands hönd. Það þýðir að íslensk fyrirtæki eiga þess kost að taka þátt í staðlastarfi samtakanna og nýta sér margvíslega kosti þess:

  • Fyrirtæki sem taka þátt í staðlastarfi fylgjast með nýjungum og eiga auðveldara með að laga vörur sínar að kröfum markaða og nýrri tækni.
  • Stöðlunarstarf eykur samkeppnishæfni fyrirtækja á heimamarkaði jafnt sem alþjóðlegum mörkuðum.
  • Með virkri þátttöku í staðlastarfi geta fyrirtæki haft áhrif á markaðsþróun. Í krafti sérþekkingar sinnar geta fyrirtæki stuðlað að nýjungum, unnið sjónarmiðum sínum fylgi og tryggt að staðlar styðji við grundvallarstefnu sína.

Á vegum Staðlaráðs starfa fjögur fagstaðlaráð. Hafið samband og fáið nánari upplýsingar um hvernig hægt er að taka þátt í innlendu og fjölþjóðlegu staðlastarfi. Nánar hér >>

Hægt er að fylgjast með nýútkomnum stöðlum og frumvörpum að stöðlum í Staðlatíðindum >>

Gleðilegt nýtt ár!

Staðlaráð Íslands    Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík    Kennitala: 591193 2019    Opnunartími    Sími 520 7150 fax 520 7171

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies).

Nánari upplýsingar

Samþykkja