Líftímakostnaður bygginga - Nýr staðall 04.12.18

Í nóvember var staðfestur nýr íslenskur staðall, ÍST NS 3454:2013. Staðallinn útlistar útreikningsaðferð og framsetningu kostnaðar-upplýsinga vegna áætlunar á líftímakostnaði bygginga og byggingahluta. Líftímakostnaður er á ensku skammstafaður LCC,  Life Cycle Cost. 


Notkunarsvið

Staðallinn skilgreinir kostnaðarliði og kostnaðarhugtök og útskýrir samhengið á milli þeirra. Líftímakostnaður nær til alls kostnaðar sem fellur til vegna framkvæmdar, notkunar og afhendingar á mannvirkjum eða einstökum mannvirkjahlutum. Staðallinn er ætlaður til notkunar fyrir húsbyggingar og byggingarhluta, en getur nýst fyrir ýmsar gerðir mannvirkja.

Megin notkunarsvið staðalsins:

  • Greiningar tengdar þróun verkefna. Það er, forsögn, hönnun, framkvæmd, notkun og endurbygging. Gerð er áætlun um heildarkostnað af verkefninu sem sýnir fjárhagslegar afleiðingar þeirrar lausnar sem valin er. Gerður er samanburður og mat á mismunandi lausnum, eins og t.d. val á hugmyndum (nýbygging, endurbygging, viðbygging), val á efni, byggingarhlutum og kerfum eða á útfærslum.

Gudmundur Palmi KristinssonGuðmundur Pálmi Kristinsson, verkfræðingur.

  • Skráning kostnaðar á notkunartíma. Skráðar eru reynslu- og lykiltölur vegna nýrra verkefna og gerð fjárhagsáætlunar á notkunartíma. Hinn skráði kostnaður er mikilvægt innlegg í sambandi við árangursviðmið (innri og ytri). Staðlinum er ætlað að tryggja samræmdan skilning á innihaldi mismunandi kostnaðarliða og skapa þannig grundvöll til samanburðar á mismunandi árangursviðmiðum.

Tilgangurinn með LCC
Tilgangurinn með kostnaðaráætluninni er að sýna fram á hversu mikið það kostar í raun að byggja og reka mannvirki í ákveðinn árafjölda. Líftímakostnaður hefur að geyma allan byggingarkostnað og útgjöld sem falla til á líftíma byggingar og gefur heildstæða mynd af kostnaði byggingar. Út frá honum er hægt að;

  • finna hagkvæmustu byggingarlausnina hverju sinni,
  • reikna heildarkostnað byggingar til 30 eða 60 ára,
  • þróa og mynda hagkvæmt jafnvægi milli stofn- og rekstrarkostnaðar,
  • finna hagkvæmustu byggingarlausnina hverju sinni,
  • sýna fram á hvernig hægt er að lækka rekstrarkostnað með hagkvæmari og vandaðri byggingarefnum,
  • sjá hvar kostnaðurinn liggur,
  • gefa þeim sem rekur bygginguna heild-stæða mynd af kostnaði við rekstur,
  • ákvarða húsaleigu.

Á síðustu árum hafa hönnuðir og fjárfestar gefið meiri gaum en áður að heildarmyndinni við mannvirkjagerð með vistvænni hönnun (BREEAM) ásamt skoðun á líftímakostnaði (LCC) og lífsferilgreiningu (LCA). Niðurstöður LCC- og LCA-greiningar nýtast í umhverfisvottun bygginga samkvæmt vottunarkerfi BREEAM.

Staðallinn ÍST NS 3454:2013 Líftímakostnaður mannvirkja - Meginreglur og flokkun er fáan-legur í Staðlabúðinni á vef Staðlaráðs. Nánar hér >>

Staðlaráð Íslands    Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík    Kennitala: 591193 2019    Opnunartími    Sími 520 7150 fax 520 7171

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies).

Nánari upplýsingar

Samþykkja