Gæðastjórnunarkerfi fyrir menntastofnanir 19.11.18

Helga Sigrún Harðardóttir, framkvæmdastjóri Staðlaráðs íslands, skrifar aðsenda grein í nóvemberhefti Skólavörðunnar, tímarit Kennarasambands Íslands. Þar segir meðal annars:

ISO 21001:2018 skilgreinir hlutverk stjórnenda, auðveldar þeim að viðhalda áherslu á þörfum nemenda og greina áhættu og möguleika í skólastarfinu. Einnig gefur hann leiðbeiningar um það hvernig stefna er þróuð og mótuð og um áætlanagerð. Í honum eru sömuleiðis leiðbeiningar um samskipti við birgja og þjónustuveitendur utan stofnunar. Þá gera gæðastjórnunarkerfi samkvæmt ISO 21001:2018 ráð fyrir reglubundnu árangursmati og endurskoðun á ferlum í þeim tilgangi að leita stöðugt tækifæra til úrbóta. Staðallinn hefur að geyma viðauka sem varða sérstaklega menntastofnanir fyrir allra yngstu nemendurna, skilgreiningu haghafa og samskipti við þá, skilgreiningu á ávinningi af upptöku staðalsins, skilgreiningar á ferlum, mælingum og verkfærum sem notuð eru til mats og mælinga við stjórn menntastofnana og upplýsingar um ýmsa þætti er varða heilsu og öryggi nemenda, kennara og annars starfsfólks.

Helga Sigrun
Helga Sigrún Harðardóttir
Grein Helgu Sigrúnar má lesa í heild hér >>  

 

ISO 21001:2018 er fáanlegur í Staðlabúðinni á vef Staðlaráðs >>

 

 

 

 

Staðlaráð Íslands    Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík    Kennitala: 591193 2019    Opnunartími    Sími 520 7150 fax 520 7171

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies).

Nánari upplýsingar

Samþykkja