ÍST 200 - Nemendur fá gjaldfrían aðgang 17.08.18

 

Þann 15. ágúst gerðu Staðlaráð Íslands og RAFMENNT með sér samning sem auðveldar nemendum og kennurum verkmenntaskóla í rafiðnum aðgang að staðlinum ÍST 200 Raflagnir bygginga.

Í samningnum felst að RAFMENNT greiðir fyrir rafrænan aðgang nemenda og kennara að staðlinum. Aðgangurinn er í gegnum vefsíðu og byggist á notandanafni og lykilorði, og varir meðan nemandi þarf á staðlinum að halda í námi sínu.

nemendaadgangur ist200 Helga Gudval 
Helga Sigrún Harðardóttir, framkvæmdastjóri Staðlaráðs og Þór Pálsson, framkvæmdastjóri RAFMENNTAR, staðfesta samninginn með handabandi.


RAFMENNT gerir samninginn fyrir hönd Samtaka rafverktaka, SART, og Rafiðnaðarsambands Íslands. Staðlaráð Íslands gerir samninginn fyrir hönd Rafstaðlaráðs, RST.

ÍST 200:2006 Raflagnir bygginga er safn rúmlega 40 samræmingarskjala (e. Harmonization documents) sem tekin hafa verið upp hér á landi og gerð að einum staðli. Breytingar hafa orðið á þessum skjölum frá því staðallinn var gefinn út árið 2006. Endurskoðun á heildarsafninu stendur nú yfir með hliðsjón af þeim breytingum.

Nemendur sem hafa aðgang að ÍST 200 samkvæmt umræddum samningi munu fá aðgang að nýrri útgáfu staðalsins þegar þar að kemur.

Staðlaráð fagnar þessum samningi við ofangreinda aðila og bindur vonir við að hann muni skila nemendum í rafiðnum ánægjulegra og árangursríkara námi.

Staðlaráð Íslands    Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík    Kennitala: 591193 2019    Opnunartími    Sími 520 7150 fax 520 7171

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies).

Nánari upplýsingar

Samþykkja