Staðlar bæta heiminn - Efnahagslega áhrif staðla 31.05.18

Niðurstöður nýrrar rannsóknar á áhrifum staðla á norrænt efnahagslíf sýna að notkun staðla hefur stuðlað að 38% framleiðniaukningu og 28% aukningu landsframleiðslu á Norður-löndunum á árunum 1976-2014. Að meðaltali hafa staðlar því stuðlað að 0,7% framleiðniaukningu á ári, svo áratugum skiptir, þar sem notkun þeirra straumlínulagar ferla, bætir aðgang að nýjum mörkuðum og auðveldar áhættustjórnun.

Mikill meirihluti þeirra tæplega 1200 fyrirtækja sem tóku þátt í rannsókninni notar staðla til að uppfylla kröfur laga og reglugerða og draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum. Ítarlegar niðurstöður rannsóknarinnar má finna á heimasíðu Staðlaráðs, stadlar.is. Staðlar leika líka lykilhlutverk við að skapa traust og viðhalda því. Stjórnendur 85% þeirra 1179 fyrirtækja sem tóku þátt í könnuninni fullyrða það. 

Helga Sigrun Hardardottir

Helga Sigrún Harðardóttir.

Staðlar deila þekkingu
Með stöðlum deila fyrirtæki með öðrum áhrifaríkum aðferðum og bestu venjum við rekstur og vöruframleiðslu. Vara eða þjónusta sem gerð er samkvæmt stöðlum á greiðan aðgang að mörgum mismunandi mörkuðum því hún uppfyllir gagnkvæman samning um bestu venjur sem viðskiptavinir og fyrirtæki geta treyst.

Haft er eftir Dalai Lama að það að deila þekkingu sinni sé leið til ódauðleika. Á meðan við getum ekki lofað því að þínar hugmyndir lifi að eilífu, er lykillinn að betri heimi sá að deila þekkingu sinni með öðrum. Það gerum við hjá Staðlaráði og erum til þjónustu reiðubúin að aðstoða fyrirtæki í öllum atvinnugreinum við að finna réttu staðlana.

Helga Sigrún Harðardóttir, framkvæmdastjóri Staðlaráðs Íslands.

 

 

Staðlaráð Íslands    Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík    Kennitala: 591193 2019    Opnunartími    Sími 520 7150 fax 520 7171

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies).

Nánari upplýsingar

Samþykkja