Staðlar skapa traust - Alþjóðlegi staðladagurinn 2016 14.10.16

Alþjóðlegi staðladagurinn er í dag, 14. október. Að þessu sinni er dagurinn helgaður því að minna á það traust sem staðlar skapa.

Myndir þú kaupa vöru frá framleiðanda sem væri staddur hinu megin á hnettinum ef þú gætir ekki gengið útfrá því að varan uppfyllti lágmarkskröfur um öryggi og gæði? Það gæti hugsast að varan dytti í sundur á leiðinni eða reyndist hættuleg. Eða að hún passaði ekki við einhvern tiltekinn búnað sem þú átt fyrir.

Svarið er auðvitað nei. Þú myndir ekki kaupa vörur á þeim forsendum. Án alþjóðlegra staðla væri traust í viðskiptum með vörur og þjónustu á heimsvísu ekki til staðar. Alþjóðlegir staðlar skapa slíkt traust.

Hefð er fyrir því að þeir sem eru í forsvari fyrir alþjóðlegu staðlasamtökin ISO, IEC og ITU sendi frá sér sameiginlegt ávarp þann 14. október.

Ávarpið að þessu sinni má finna hér >>

WSD 2016 
   

 

Staðlaráð Íslands    Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík    Kennitala: 591193 2019    Opnunartími    Sími 520 7150 fax 520 7171

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies).

Nánari upplýsingar

Samþykkja