ÍST ISO 26000 Leiðbeiningar um samfélagslega ábyrgð 10.03.15

Rúm tvö ár eru síðan alþjóðlegi staðallinn ISO 26000 var staðfestur af Staðlaráði Íslands sem íslenskur staðall. Honum hefur verið ágætlega tekið af íslenskum fyrirtækjum og stofnunum, og ekki að ástæðulausu.

Fyrirtæki eru háð æ strangara aðhaldi hinna ýmsu hagsmunaaðila sinna. Raunveruleg frammistaða fyrirtækis á sviði samfélagslegrar ábyrgðar, og það hvernig hún er skynjuð, getur m.a. haft áhrif á eftirtalda þætti:

Stulka _med _blom 
  • samkeppnisforskot;
  • orðspor;
  • getu til að laða að og halda starfsmönnum eða félögum, viðskiptavinum, skjólstæðingum eða notendum;
  • starfsanda, skuldbindingu og framleiðni;
  • álit fjárfesta, eigenda, stuðningsmanna, bakhjarla og fjármálamarkaðarins;
  • samskipti fyrirtækis við önnur fyrirtæki, stjórnvöld, fjölmiðla, birgja, jafningja, viðskiptavini og samfélagið þar sem það starfar.

Gagnlegur öllum fyrirtækjum
ÍST ISO 26000 veitir leiðbeiningar um undir-liggjandi meginreglur samfélagslegrar ábyrgðar, viðurkenningu hennar og virkjun hagsmunaaðila, um meginviðfangsefni og málefni sem tengjast samfélagslegri ábyrgð og um leiðir til að innleiða samfélagslega ábyrga hegðun innan fyrirtækis. Staðallinn undirstrikar mikilvægi árangurs og umbóta á frammistöðu að því er varðar samfélagslega ábyrgð.

ÍST ISO 26000 gagnast öllum gerðum fyrirtækja, opinberra, einkarekinna, hvort sem þau eru rekin í hagnaðarskyni eða ekki, hvort sem þau eru stór eða lítil, og starfandi hvort sem er í þróuðum löndum eða þróunarlöndum.

Þótt allir hlutar þessa alþjóðastaðals séu ekki jafn gagnlegir fyrir allar gerðir fyrirtækja, skipta öll meginviðfangsefni hans máli fyrir hvaða fyrirtæki sem er. Öll meginviðfangsefnin samanstanda af fjölda málefna. Það er á ábyrgð fyrirtækis að bera kennsl á hvaða málefni skipta máli og eru mikilvæg fyrir það til að takast á við, með eigin athugun og í samskiptum við hagsmunaaðila.

Bæði fyrir byrjendur og lengra komna
Þótt ljóst sé að fyrirtæki séu á ýmsum stigum að því er varðar skilning á samfélagslegri ábyrgð og innleiðingu hennar, er staðallinn ætlaður til nota fyrir þau fyrirtæki sem eru að byrja að huga að samfélagslegri ábyrgð og einnig þau sem hafa meiri reynslu í þeim efnum. Byrjendum kann að reynast gagnlegt að lesa og nota þennan alþjóðlega staðal sem kennslubók um samfélagslega ábyrgð, meðan reyndur notandi kann að vilja nota staðalinn til að bæta viðteknar starfsvenjur og til að flétta samfélagslega ábyrgð enn frekar inn í starfsemi fyrirtækis.

Hægt er að panta ÍST ISO 26000 í Staðlabúðinni, www.stadlar.is.

Staðlaráð Íslands    Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík    Kennitala: 591193 2019    Opnunartími    Sími 520 7150 fax 520 7171

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies).

Nánari upplýsingar

Samþykkja