Staðlar og nýsköpun 13.01.15

Í lok síðasta árs var haldin alþjóðleg ráðstefna á vegum CERN og ISO um staðla og nýsköpun. Mörg fróðleg erindi voru flutt á ráðtefnunni. Þeirra á meðal var fyrirlestur prófessors Didier Pitted í upphafsþætti ráðstefnunnar er fjallaði um útbreiðslu tækninýjunga og opnun nýrra markaða. Erindi Didier Pitted var um þróun og útbreiðslu á sýkladrepandi geli, sem margir þekkja af spítölum og víðar. Fyrirlesturinn er einstaklega skemmtilegur. Prófessor Didier sýnir ekki aðeins hvernig stöðlun kemur að notum við útbreiðslu tækninýjunga, heldur einnig hvaða þýðingu það getur haft. Þróun og útbreiðsla sýkladrepandi gels hefur bjargað mannslífum í stórum stíl.

Hér má sjá vídeóupptöku af hinu stórskemmtilega erindi Didier Pitted >>  

Staðlaráð Íslands    Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík    Kennitala: 591193 2019    Opnunartími    Sími 520 7150 fax 520 7171

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies).

Nánari upplýsingar

Samþykkja