Haustfundur Byggingarstaðlaráðs 05.12.14

Haustfundur BSTR 2014

Haustfundur Byggingarstaðlaráðs (BSTR) 2014 var haldinn 4. desember í nýjum húsakynnum Mannvits við Urðarhvarf 6 í Kópavogi.  Auk skýrslu formanns BSTR, Jóns Sigurjónssonar, voru flutt tvö fróðleg og skemmtileg erindi á fundinum.

Óðinn Albertsson hjá Mannviti flutti erindi um nýstárlegt þróunarverkefni, sem Mannvit leiðir í sunnanverðu Ungverjalandi, undir heitinu  Manngert jarðhitakerfi í þurru en heitu bergi.

Dóra Hjálmarsdóttir hjá Verkfræðistofunni Verkís flutti síðan erindi um undirbúning viðbragða vegna mögulegs stórflóðs á Suðurlandi vegna eldgoss í Bárðarbungu,  Eldgos í Bárðarbungu - stórflóð á Suðurlandi?

Skýrsla formanns >>

Staðlaráð Íslands    Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík    Kennitala: 591193 2019    Opnunartími    Sími 520 7150 fax 520 7171

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies).

Nánari upplýsingar

Samþykkja