Alþjóðlegi staðladagurinn 14. október 2014 14.10.14

Staðlar jafna keppnina

Við búum í heimi sem er sífelldum breytingum undirorpinn. Efnahagur þjóða hefur aldrei verið jafn samofinn og nú. Vörur keyptar á markaði eru ekki lengur búnar til í einu landi, heldur eru þær framleiddar í heiminum. Áður en endanleg vara kemst í hendur neytenda fer hún um mörg lönd þar sem aukið er við virði hennar með vinnu eða íhlutum.

junij_nomura  terry_hill  hamadoun

     Dr. Junji Nomura.                   Terry Hill.                 Hamadoun I. TOURÉ.

Lítil og meðalstór fyrirtæki sem nota alþjóðlega staðla eiga auðveldara með að fá vörur sínar vottaðar og þau eru betur í stakk búin til að keppa og selja hvar sem er í heiminum. Með alþjóðlegum stöðlum er litlum og meðalstórum fyrirtækjum kleift að notfæra sér virðisskapandi keðjur um allan heim og hagnýta sér tækniyfirfærslu.

Lönd sem lagt hafa áherslu á alþjóðlega staðla við stefnumörkun og í regluverki geta betur verndað íbúa sína og fært þeim aukið úrval af gæðavörum.

Í heimi andstæðna, þar sem áhrif og efnahagslegur styrkur nýrra markaða raska valdajafnvægi, örva alþjóðlegir staðlar viðskipti, ryðja úr vegi tæknilegum viðskiptahindrunum og jafna samkeppnina. Þetta gerir fyrirtæki, iðnað og efnahagslíf samkeppnishæfari, auðveldar þeim útflutning og ýtir undir fjölbreytni heimafyrir og alþjóðlega.

Dr. Junji Nomura, forseti IEC
Terry Hill, forseti ISO
Dr. Hamadoun I.TOURÉ, framkvæmdastjóri ITU

Staðlaráð Íslands    Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík    Kennitala: 591193 2019    Opnunartími    Sími 520 7150 fax 520 7171

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies).

Nánari upplýsingar

Samþykkja