Öryggi barna - Staðlar um gluggatjöld 17.03.14

Rimla og rúllugardínur eru á mörgum heimilum, í skólum, leikskólum og fyrirtækjum. Því miður getur þessi algengi búnaður ógnað öryggi barna. Börn hafa slasast og dáið. Slys hafa t.d. orðið með þeim hætti að börn settu gardínulykkjur um háls sér og hoppuðu síðan niður úr gluggakistum. Eftir að barn lést í Bretlandi af þessum sökum fyrir nokkrum árum, var endurskoðaður staðallinn ÍST EN 13120 Gluggatjöld til nota innanhúss - Nothæfiskröfur, þ.m.t. um öryggi.

ANEC (www.anec.org), sem eru samtök sem gæta hagsmuna neytenda í staðlagerð, þótti ekki nógu langt gengið og þrýstu á um enn frekari aðgerðir. Í framhaldinu birti Evrópusambandið ákvörðun 27. júlí 2011, sem skilgreindi þær öryggiskröfur sem staðall um gardínur þyrfti að gera í því skyni að fyrirbyggja slys á börnum. Samhliða var óskað eftir samvinnu meðal yfirvalda í Kanada, Bandaríkjunum, Ástralíu og Evrópu um þessi mál.

Afraksturinn af þessari vinnu eru þrír nýir staðlar um gluggatjöld, sem taka gildi sem íslenskir staðlar nú í apríl. Þeir munu væntanlega bera eftirfarandi heiti:

  • ÍST EN 13120 Gluggatjöld til nota innanhúss - Nothæfiskröfur, þ.m.t. um öryggi
  • ÍST EN 16434 Gluggatjöld til nota innanhúss - Varnir gegn kæfingaráhættu - Kröfur og prófunaraðferðir öryggisbúnaðar
  • ÍST EN 16433 Gluggatjöld til nota innanhúss - Varnir gegn kæfingaráhættu - Prófunaraðferðir

Fjóla Guðjónsdóttir situr í vinnuhóp ANEC um öryggi barna. Hún er skipuð af Neytendasamtökunum.

Staðlaráð Íslands    Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík    Kennitala: 591193 2019    Opnunartími    Sími 520 7150 fax 520 7171

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies).

Nánari upplýsingar

Samþykkja