Rafrænn vörulisti - Tækniforskrift fyrir vörulista 26.02.14

Staðlaráð Íslands hefur gefið út tækniforskrift fyrir vörulista, TSGeorg Birgisson 139Georg Birgisson Rafrænn vörulisti. Tækniforskriftin byggir á skilgreiningum CEN/BII verkefnisins (www.cenbii.eu) á ýmsum viðskiptaskjölum og bætist því í hóp annarra íslenskra tækniforskrifa fyrir reikning, kreditreikning og pöntun.

Ein skilgreining fyrir alla notendur
Tækniforskrift fyrir vörulista er ítarleg lýsing á ákveðinni framsetningu vörulista sem nota má til að styðja við pöntun vöru, endursölu vörunnar sem og birgðahald. Í tækniforskriftinni er því lýst hvaða gögn geta verið í vörulistanum. Lýst er þeim reglum sem gilda um gögnin, t.d. hvernig verð er reiknað út og svo er því lýst hvernig gögnin eru sett fram í XML-skeytastaðlinum UBL.

Sú nálgun sem felst í tækniforskriftum er ólík því sem menn eru vanir í EDI innleiðingum. Í stað þess að skilgreina rafrænu skjölin í samræmi við þarfir notendanna þá er sett fram ein skilgreining sem allir notendur laga sig að. Ávinningurinn er sá, að þannig er hægt að nota sömu skeytaskilgreiningu fyrir samskipti milli allra notenda sem hafa innleitt tækniforskriftina.

Sjálfvirkni og öryggi
Tækniforskrift fyrir vörulista er fyrst og fremst ætlað að koma vörulistum sem í dag eru sendir með pdf og Excel-skjölum yfir á form sem hægt er að lesa sjálfvirkt inn í viðskiptakerfi móttakandans. Þannig er hægt að auka sjálfvirkni og öryggi í meðhöndlun vörulista sem berast frá mörgum smærri birgjum, hvort sem það er vegna innkaupa eða vörustýringar. Gera má ráð fyrir að flóknari samskipti birgja og kaupenda sem innleidd hafa verið í EDI verði þannig áfram.

Með almennri innleiðingu á vörulista samkvæmt tækniforskriftinni TS 139 opnast möguleiki fyrir kaupendur og seljendur vöru að auka sjálfvirkni í rekstri með notkun rafrænna vörulista, án þess að þurfa að innleiða sérstaka útfærslu fyrir hvern nýjan viðskiptaaðila.

Georg Birgisson,
rekstrarhagfræðingur og rekur
fyrirtækið Midran ehf.

Staðlaráð Íslands    Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík    Kennitala: 591193 2019    Opnunartími    Sími 520 7150 fax 520 7171

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies).

Nánari upplýsingar

Samþykkja