Ný heimasíða Staðlaráðs 26.02.14

Ný heimasíða og Staðlabúð fór í loftið nýlega. Við vonum að hvort tveggja muni fallaI Mac viðskiptavinum okkar í geð. Ekki aðeins er efnisskipanin orðin einfaldari og skýrari, heldur fylgja síðunni nýjungar sem koma viðskiptavinum og aðilum Staðlaráðs að góðu gagni.

Alþjóðlegir staðlar
Sem fyrr verður í Staðlabúðinni hægt að kaupa íslenska og evrópska staðla og frumvörp að íslenskum og evrópskum stöðlum. Ein helsta nýjungin er sú, að hægt verður að finna og kaupa þar alþjóðlega staðla frá ISO og IEC og sækja þá á rafrænu sniði um leið og kaupum lýkur.

Pantanir sem ekki eru afhentar rafrænt eru póstlagðar samdægurs eða næsta virka dag, líkt og verið hefur.

Vaktað staðlasafn
Önnur helsta nýjungin í Staðlabúðinni er svokallað vaktað staðlasafn. Staðlar bætast sjálfvirkt við staðlasafn notanda ("Staðlasafnið þitt") um leið og gengið er frá kaupum. Staðlarnir eru vaktaðir, nema vöktunin hafi verið afþökkuð í kaupferlinu.
Einnig er hægt er að bæta stöðlum og frumvörpum úr Staðlabúðinni í staðlasafnið og vakta, án þess að kaupa (hnappurinn "Vakta" birtist við hvert skjal í niðurstöðu leitar). Þannig er t.d. hægt að vakta frumvarp og fá tilkynningu þegar það tekur gildi sem staðall.
Nánari er fjallað um vaktað staðlasafn á öðrum stað í fréttabréfinu.

Pantanasaga aðgengileg
Viðskiptavinir Staðlaráðs sem keypt hafa gögn í Staðlabúðinni gegnum tíðina geta fengið aðgang að upplýsingum um pantanasögu sína, í að minnsta kosti þrjá mánuði frá því að nýja síðan var tekin í gagnið.

Allir viðskiptavinir þurfa að nýskrá sig til að geta verslað í nýju Staðlabúðinni. Þeir sem hafa verið í reikningsviðskiptum við Staðlaráð geta síðan óskað eftir slíkum viðskiptum áfram með því að senda tölvupóst á sölustjóra Staðlaráðs, sala@stadlar.is.

 

Staðlaráð Íslands    Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík    Kennitala: 591193 2019    Opnunartími    Sími 520 7150 fax 520 7171

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies).

Nánari upplýsingar

Samþykkja