Nýjustu fréttir

Staðlaráð gefur út fréttabréfið Staðlamál tvisvar til þrisvar sinnum á ári. Hægt er að óska eftir ókeypis áskrift að Staðlamálum  hér >>

Staðlapósturinn - rafrænt fréttabréf Staðlaráðs er sent út um það bil einu sinni í mánuði. Þú getur gerst áskrifandi  að Staðlapóstinum hér >>

29.04.14

Aðalfundur Byggingarstaðlaráðs miðvikudag 30. apríl

Fundurinn verður haldinn hjá VERKÍS að Ofanleiti 2, 103 Reykjavík og hefst kl. 10.00 og lýkur kl. 12.00.

Stjórn Byggingarstaðlaráðs hvetur fulltrúa til að bjóða með sér gestum sem kynnu að hafa áhuga á starfsemi ráðsins. Varamenn eru einnig velkomnir á fundinn sem gestir.

Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa verða flutt tvö erindi á fundinum. 

  • Verkefnasókn til Noregs  -Aðlögun vinnulags að norskum markaði. -  Egill Viðarsson, viðskiptastjóri VERKÍS.
     
  • nánar >>

21.03.14

Vorfundur Fagstaðlaráðs í upplýsingatækni 27. mars 2014

Vorfundur Fagstaðlaráðs í upplýsingatækni (FUT) verður haldinn 27. mars Kl. 08:15 - 10:30

Staðsetning: Grand hótel, Sigtúni 38, Reykjavík - Salur: Háteigur B.

Morgunverðarhlaðborð kl. 08:15. Fundurinn hefst kl. 08:30.

Í upphafi fundar verða haldin tvö erindi:

  • Veistu hver ég er?
    Haraldur Bjarnason, Auðkenni
  • Staðlar og Alþingi
    Helgi Hrafn Gunnarsson, alþingismaður Pírata

Síðan hefjast almenn vorfundarstörf (aðalfundarstörf). nánar >>

17.03.14

Öryggi barna - Staðlar um gluggatjöld

Rimla og rúllugardínur eru á mörgum heimilum, í skólum, leikskólum og fyrirtækjum. Því miður getur þessi algengi búnaður ógnað öryggi barna. Börn hafa slasast og dáið. Slys hafa t.d. orðið með þeim hætti að börn settu gardínulykkjur um háls sér og hoppuðu síðan niður úr gluggakistum. Eftir að barn lést í Bretlandi af þessum sökum fyrir nokkrum árum, var endurskoðaður staðallinn ÍST EN 13120 Gluggatjöld til nota innanhúss - Nothæfiskröfur, þ.m.t. um öryggi.

ANEC (www.anec.org), sem eru samtök sem gæta hagsmuna neytenda í staðlagerð, þótti ekki nógu langt gengið og þrýstu á um enn frekari aðgerðir. Í framhaldinu birti Evrópusambandið ákvörðun 27. júlí 2011, sem skilgreindi þær öryggiskröfur sem staðall um gardínur þ...

nánar >>

27.02.14

Tækninefnd FUT hlaut EDI-bikarinn

Ragnar Torfason tekur við EDI-bikar Icepro

Aðalfundur ICEPRO var haldinn í vikunni. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra flutti ávarp og afhenti EDI-bikarinn. Bikarinn hlaut, að þessu sinni, Tækninefnd FUT um grunngerð rafrænna viðskipta.

Viðurkenningin er veitt tækninefndinni fyrir vinnu við tækniforskriftir um stöðluð rafræn viðskipti, sem stuðla að aukinni skilvirkni og hagkvæmni í íslensku efnahagslífi.

Ragnar Torfi Jónasson, fráfarandi formaður tækninefndar...

nánar >>

26.02.14

Ný heimasíða Staðlaráðs

Ný heimasíða og Staðlabúð fór í loftið nýlega. Við vonum að hvort tveggja muni fallaI Mac viðskiptavinum okkar í geð. Ekki aðeins er efnisskipanin orðin einfaldari og skýrari, heldur fylgja síðunni nýjungar sem koma viðskiptavinum og aðilum Staðlaráðs að góðu gagni.

Alþjóðlegir staðlar
Sem fyrr verður í Staðlabúðinni hægt að kaupa íslenska og evrópska staðla og frumvörp að íslenskum og evrópskum stöðlum. Ein helsta nýjungin er sú, að hægt verður að finna og kaupa þar alþjóðlega staðla frá ISO og IEC og sækja þá á rafrænu sniði um leið og kaupum lýkur.

Pantanir sem ekki eru afhentar rafrænt eru póstlagðar samdægurs eð...

nánar >>

Staðlaráð Íslands    Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík    Kennitala: 591193 2019    Opnunartími    Sími 520 7150 fax 520 7171

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies).

Nánari upplýsingar

Samþykkja