Nýjustu fréttir

Staðlaráð gefur út fréttabréfið Staðlamál tvisvar til þrisvar sinnum á ári. Hægt er að óska eftir ókeypis áskrift að Staðlamálum  hér >>

Staðlapósturinn - rafrænt fréttabréf Staðlaráðs er sent út um það bil einu sinni í mánuði. Þú getur gerst áskrifandi  að Staðlapóstinum hér >>

10.03.15

ÍST ISO 26000 Leiðbeiningar um samfélagslega ábyrgð

Rúm tvö ár eru síðan alþjóðlegi staðallinn ISO 26000 var staðfestur af Staðlaráði Íslands sem íslenskur staðall. Honum hefur verið ágætlega tekið af íslenskum fyrirtækjum og stofnunum, og ekki að ástæðulausu.

Fyrirtæki eru háð æ strangara aðhaldi hinna ýmsu hagsmunaaðila sinna. Raunveruleg frammistaða fyrirtækis á sviði samfélagslegrar ábyrgðar, og það hvernig hún er skynjuð, getur m.a. haft áhrif á eftirtalda þætti:

Stulka _med _blom 
13.01.15

Staðlar og nýsköpun

Í lok síðasta árs var haldin alþjóðleg ráðstefna á vegum CERN og ISO um staðla og nýsköpun. Mörg fróðleg erindi voru flutt á ráðtefnunni. Þeirra á meðal var fyrirlestur prófessors Didier Pitted í upphafsþætti ráðstefnunnar er fjallaði um útbreiðslu tækninýjunga og opnun nýrra markaða. Erindi Didier Pitted var um þróun og útbreiðslu á sýkladrepandi geli, sem margir þekkja af spítölum og víðar. Fyrirlesturinn er einstaklega skemmtilegur. Prófessor Didier sýnir ekki aðeins hvernig stöðlun kemur að notum við útbreiðslu tækninýjunga, heldur einnig hvaða þýðingu það getur haft. Þróun og útbreiðsla sýkladrepandi gels hefur bjargað mannslífum í stórum stíl.

Hér má sjá vídeóupptöku af hinu stórskemmtilega nánar >>

05.12.14

Haustfundur Byggingarstaðlaráðs

Haustfundur BSTR 2014

Haustfundur Byggingarstaðlaráðs (BSTR) 2014 var haldinn 4. desember í nýjum húsakynnum Mannvits við Urðarhvarf 6 í Kópavogi.  Auk skýrslu formanns BSTR, Jóns Sigurjónssonar, voru flutt tvö fróðleg og skemmtileg erindi á fundinum.

Óðinn Albertsson hjá Mannviti flutti erindi um nýstárlegt þróunarverkefni, sem Mannvit leiðir í sunnanverðu Ungverjalandi, undir heitinu  Manngert jarðhitakerfi í þurru en heitu bergi.

nánar >>

14.10.14

Alþjóðlegi staðladagurinn 14. október 2014

Staðlar jafna keppnina

Við búum í heimi sem er sífelldum breytingum undirorpinn. Efnahagur þjóða hefur aldrei verið jafn samofinn og nú. Vörur keyptar á markaði eru ekki lengur búnar til í einu landi, heldur eru þær framleiddar í heiminum. Áður en endanleg vara kemst í hendur neytenda fer hún um mörg lönd þar sem aukið er við virði hennar með vinnu eða íhlutum.

junij_nomura  terry_hill  nánar >>

10.10.14

Staðlaráð - Grundvöllur staðlastarfs í hættu

Guðrún RögnvaldardóttirStöðlunarstarf byggist á framlagi sérfræðinga til samvinnuverkefna sem miða að því aðfinna góðar lausnir á vandamálum sem margir þurfa að glíma við, þ.e. að leysa málin í sameiningu í stað þess að hver og einn sé að búa til sína lausn með þeim hugsanlegu (og reyndar líklegu) afleiðingum að lausnir passa ekki saman. Slíkt veldur kostnaði fyrir neytendur og samfélagið - kostnaði sem komast má hjá ef menn bera gæfu til að vinna saman og búa til staðla sem allir geta notað. Þátttaka í stöðlun er valfrjáls, og notkun staðla er það alla jafna líka.<...

nánar >>

Staðlaráð Íslands    Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík    Kennitala: 591193 2019    Opnunartími    Sími 520 7150 fax 520 7171

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies).

Nánari upplýsingar

Samþykkja