Nýjustu fréttir

Staðlaráð gefur út fréttabréfið Staðlamál tvisvar til þrisvar sinnum á ári. Hægt er að óska eftir ókeypis áskrift að Staðlamálum  hér >>

Staðlapósturinn - rafrænt fréttabréf Staðlaráðs er sent út um það bil einu sinni í mánuði. Þú getur gerst áskrifandi  að Staðlapóstinum hér >>

13.05.15

Aðalfundur BSTR 2015

Hrafnkell A Proppe

Aðalfundur Byggingarstaðlaráðs (BSTR) fór fram í húsakynnum Reykjavíkurborgar í Borgartúni þann 12. maí.

Auk venjulegra aðalfundastarfa flutti Hrafnkell Á. Proppé,  hjá Samtökum sveitarfélaga á Höfuðborgarsvæðinu, erindi um nýjustu áherslur í skipulagsmálum. Hrafnkell fjallaði meðal annars um hvernig gert væri ráð fyrir að þétta byggð til að taka við fjölgun íbúa og hugsanlega þróun og lausnir í almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins.

Fundargerð ásamt skýrslu Jóns Sigurðssonar, formanns BSTR, má finna nánar >>

13.03.15

Vorfundur FUT 2015 verður 26. mars

Vorfundur FUT 2015 verður haldinn 26. mars kl 14:30 hjá Staðlaráðs Íslands, Þórunnartúni 2, 105 Reykjavík.

Dagskrá 

14:30  Fundarsetning og kosning fundarstjóra og fundarritara

14:40  Vorfundarstörf:

  1. Skýrsla FUT fyrir liðið starfsár
  2. Starfs- og fjárhagsáætlun yfirstandandi árs
  3. Breytingar á starfsreglum
  4. Kosning tveggja varamanna í stjórn FUT
  5. Önnur mál

15:20  Erindi og umræður:

<...

nánar >>

10.03.15

Rafmagnsöryggi - Staðlar til að uppfylla grunnkröfur

Töluverðar breytingar hafa orðið á reglum um rafmagnsöryggi á síðustu árum. Það eru margir fagmenn á rafmagnssviði sem muna eftir gömlu góðu reglugerðinni, bláu bókinni sem var notuð um árabil en var felld var úr gildi fyrir nokkrum árum. Okkur lét forvitni á að vita hvað hafi komið í stað reglugerðarinnar og hvernig staðlar á rafmagnssviði tengjast rafmagnsöryggismálum í dag. Við spurðum því Jóhann Ólafsson fagstjóra rafmagnsöryggissviðs Mannvirkjastofnunar um þessi mál.

Jóhann Ólafsson 
Hvað kom í st...

nánar >>

10.03.15

ÍST INSTA 500-1 - Skráning slysa í fólkslyftum

Í lok janúar síðastliðinn tók gildi sem íslenskur staðall ÍST INSTA 500-1 Slysaskráningarkerfi fyrir lyftur, rúllustiga og færibönd fyrir gangandi umferð. Staðallinn er gerður af svonefndri INSTA lift group, INSTA M HISS, sem samanstendur af opinberum aðilum, tilkynntum aðilum og lyftufyrirtækjum (eftirlitsaðilum, þjónustuaðilum) á Norðurlöndum. Stefnt er að því að staðallinn verð gefinn út á öllum Norðurlöndum, Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð.

Nýtist öllum
Í staðlinum eru tilgreindar samræmdar aðferðir við lýsingar og skráningu upplýsinga um atvik, slys og næstum því slys í lyftum o...

nánar >>

10.03.15

Úðakerfi fyrir heimili og stofnanir

Þann 20. janúar síðastliðinn staðfesti Staðlaráð nýjan norrænan staðal, ÍST INSTA 900 Heimilisúðakerfi. Staðallinn er í þremur hlutum og fjallar um úðakerfi til notkunar á þeim stöðum þar sem fólk býr og sefur. Efni staðalsins snýst um hönnun, uppsetningu, prófanir og viðhald kerfanna og þar eru einnig ákvæði um hvernig aflað er vatns fyrir þau.

Ódýrari kerfi sama öryggi
Þegar hús eru byggð, eru gerðar miklar kröfur til öryggis þeirra gegn eldsvoðum. Í stærra atvinnuhúsnæði er oft sett úðakerfi sem hannað er eftir staðlinum ÍST EN 12845 Föst slökkvikerfi - Sjálfvirk úðakerfi - Hönnun, uppsetning og viðhald, en sá staðall miðast meira við eignavernd en við verndun mannslífa. Eignave...

nánar >>

Staðlaráð Íslands    Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík    Kennitala: 591193 2019    Opnunartími    Sími 520 7150 fax 520 7171

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies).

Nánari upplýsingar

Samþykkja