Nýjustu fréttir

Staðlaráð gefur út fréttabréfið Staðlamál tvisvar til þrisvar sinnum á ári. Hægt er að óska eftir ókeypis áskrift að Staðlamálum  hér >>

Staðlapósturinn - rafrænt fréttabréf Staðlaráðs er sent út um það bil einu sinni í mánuði. Þú getur gerst áskrifandi  að Staðlapóstinum hér >>

26.09.12

Merkilegt - Alþjóðleg tákn og merki

Althjodleg TaknVið setjumst undir stýri og keyrum bíl nokkurn veginn óhikað hvar sem við erum stödd í heimnum. Líka heima. Við rötum um flugstöðvar og járnbrautarstöðvar þótt við séum að koma þar í fyrsta sinn. Við reiknum með og ætlumst til að það gangi snurðulaust fyrir sig. Í raun erum við að ætlast til þess að merkin sem leiðsegja okkur og leiðbeina séu okkur skiljanleg um allan heim. Það eru þau alla jafna og sum eru mjög kunnugleg, boðmerki, bannmerki, viðvörunarmerki, upplýsingarmerki.

Merkin
Öryggismerkin samanstanda af lit, lögun og myndrænu tákni. Litir og lögun gefa til ky...

nánar >>

26.09.12

ISO 22000 - Reynsla Primex af stjórnkerfi fyrir matvælaöryggi

Primex er fyrirtæki í sjávarlíftækni, sérhæft í framleiðslu á mjög hreinu kítini ogKolbeinn Aðalsteinsson kítosani úr rækjuskel. Vörulínur Primex eru fjölbreyttar, svo sem fitubindandi og kólesteróllækkandi efni, hráefni í matvæla- og snyrtivörur sem og aðalefni í plástra og sárabindi og í sáragel fyrir dýr.

Vinna við kerfið skilar sér
Primex hefur verið með vottað kerfi samkvæmt ISO 22000 síðan í upphafi árs 2010. Byrjað var að vinna að kerfinu tveimur árum áður en vottun fékkst en allt seinna árið var gæðakerfið í fullri notkun. Má með sanni segja að þó að kerfið hafi kost...

nánar >>

26.09.12

Rafræn afhending - Þýddir og séríslenskir staðlar

Staðlaráð hefur tekið upp nýja aðferð við rafræna afhendingu á þýddum og séríslenskum stöðlum. Hægt er að fá staðlana afhenta á rafrænu sniði fyrir einn notanda, tvo eða fleiri, en áður voru kaupin bundin við kaup á fimm notendaleyfum að lágmarki. Þeim sem kaupa þýddan eða séríslenskan staðal á pappír býðst að fá rafrænt eintak af sama staðli á rafrænu sniði.

PAPPÍR + RAFRÆNT
Viðskiptavini sem kaupir þýddan eða séríslenskan staðal á pappír býðst að fá sama skjal á rafrænu sniði fyrir 25% af listaverði, þ.e. rafrænt eintak fyrir einn notanda á móti hverju eintaki sem keypt er á pappír. - Skjalið er ekki heimilt að prenta út.

RAFRÆNT + 1x ÚTPRENTUN
Viðskiptavinur kaupir...

nánar >>

26.09.12

Nýtt verklag - Afgreiðsla evrópskra staðlafrumvarpa

Aðalfundur Staðlaráðs Íslands, sem fram fór 30. maí síðastliðinn, samþykkti að breyta verklagi við afgreiðslu evrópskra staðlafrumvarpa. Frá 1. september hefur Staðlaráð Íslands ákveðið sitja hjá við afgreiðslu evrópskra staðlafrumvarpa, nema fram komi óskir um annað.

Forsagan
Staðlaráð gerðist aðili að CEN og CENELEC árið 1988. Því fylgir réttur til að taka þátt í öllu staðlastarfi á vegum samtakanna og skylda til að staðfesta alla evrópska staðla (EN) sem íslenska staðla (ÍST EN).

Áður en staðall er samþykktur sem EN hefur frumvarp hans farið í gegnum umsagnarferli meðal allra aðildarlandanna, þar sem gefst kostur á að koma á framfæri athugasemdum við innihald frumvarpsins, og er þá jafnfra...

nánar >>

26.09.12

Umferðaröryggi - Alþjóðlegur staðall gegn umferðarslysum

Gert er ráð fyrir að alþjóðlegur staðall, sem ætlað er að sporna gegn umferðarslysum, komi út í desember á þessu ári á vegum Alþjóðlegu staðlasamtakanna ISO.

Metnaðarfull markmið

Á vef Umferðarstofu segir að íslensk stjórnvöld hafi sett sér þau langtímamarkmið "að fjöldi látinna í umferðinni á hverja 100.000 íbúa verði ekki meiri en það sem lægst gerist hjá öðrum þjóðum. Meðalfjöldi látinna í umferð síðustu 10 ár er um 6,6 á hverja 100.000 íbúa. Til samanburðar má nefna að í þeim löndum sem náð hafa hvað bestum árangri á sama tímabili létust um sex af hverjum 100.000 íbúum í umferðinni. Ísland er nálægt Finnum hvað þetta varðar, en þeir eru með svipaða dánartíðni og við og eru að mörgu leyti í svip...

nánar >>

Staðlaráð Íslands    Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík    Kennitala: 591193 2019    Opnunartími    Sími 520 7150 fax 520 7171

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies).

Nánari upplýsingar

Samþykkja