Staðlar sem tæki til að auðvelda hlítingu við persónuverndarlög

Námskeiðið er einkum ætlað persónuverndarfulltrúum fyrirtækja og stofnana og öðrum sem koma að því að tryggja og viðhalda hlítingu við ný lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur læri að beita stöðlum til að auðvelda vinnu við að sýna fram á hlítingu við ný lög um persónuvernd.

(Skráning, sjá neðar)

Ný lög um persónuvernd tóku gildi sumarið 2018. Mikil áskorun felst í því fyrir fyrirtæki og stofnanir að innleiða lögin og viðhalda hlítingu við þau. Persónuvernd hefur leitast við að létta þann róður með kynningarfundum og útgáfu leiðbeiningarrita. Töluverð óvissa ríkir þó um hvernig túlka beri margar af hinum nýju skyldum. Lögin gera ráð fyrir að hægt sé að setja staðla og taka upp vottunarfyrirkomulag til að einfalda innleiðingu laganna og sýna fram á hlítingu við þau. Nú þegar eru í smíðum staðlar sem geta með þessum hætti létt til muna undir með þeim sem vinna þessi verk. Á námskeiðinu verður farið yfir þessa staðla og þátttakendum leiðbeint um hvernig nýta megi þá í þessum tilgangi.

Kennari á námskeiðinu er Hörður Helgi Helgason, lögmaður, einn eigenda lögmannsstofunnar Landslaga. Hann hefur á undanförnum 16 árum veitt stofnunum og fyrirtækjum ráðgjöf á sviði persónuverndar, á síðustu árum einkum við innleiðingu nýrra persónuverndarreglna hjá liðlega 80 hérlendum stofnunum og fyrirtækjum. Hörður Helgi var settur forstjóri Persónuverndar frá 2013 til 2014.

Dagsetning og tími: Fimmtudag 21. febrúar kl. 8:30-12:30 (skráning, sjá neðar)
Staður: Verkfræðingafélag Íslands, Engjateig 9 Reykjavík
Verð: 27.000 kr. (námskeiðsgögn og kaffiveitingar innifaldar)

Kennari:

Hörður Helgi Helgason, lögmaður

 

SKRÁNING HÉR >>

Staðlaráð Íslands    Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík    Kennitala: 591193 2019    Opnunartími    Sími 520 7150 fax 520 7171

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies).

Nánari upplýsingar

Samþykkja