Þjónusta

KaffikonaStaðlaráð útvegar staðla frá öllum heimshornum. Staðla, bækur og önnurgögn tengd stöðlum má fá í Staðlabúðinni á www.stadlar.is. Einnig má panta í síma 520 7150. Viðskiptavinir eru velkomnir í heimsókn vilji þeir fletta upp í stöðlum og bókum.  

Staðlaráð gefur út Staðlatíðindi á www.stadlar.is um það bil tíu sinnum á ári. Þar eru auglýst frumvörp að íslenskum stöðlum. Í Staðlatíðindum er einnig auglýst gildistaka og niðurfelling staðla. Hægt er að óska eftir að fá tilkynningu í hvert sinn sem ný Staðlatíðindi koma út.

Staðlaráð heldur námskeið um notkun staðla, almenn námskeið sem og sérnámskeið fyrir fyrirtæki, félög og stofnanir. Við leggjum metnað okkar í að bjóða upp á námskeið sem hafa skýr námsmarkmið og skila þátttakendum aukinni færni.

Staðlaráð aðstoðar við að vakta staðlasöfn fyrirtækja og stofnana. Við aðstoðum viðskiptavini okkar við að halda staðlasafni sínu í lagi, þannig að aðeins sé stuðst við gildandi staðla ásamt viðeigandi leiðréttingum og viðbótum.

Staðlaráð gefur út fréttabréfið Staðlamál. Í Staðlamálum fjöllum við um það helsta sem gerist í staðlaheiminum hverju sinni, bæði innanlands og utan. Áskrift að Staðlamálum er ókeypis.

Staðlapósturinn er rafrænt fréttabréf Staðlaráðs. Hægt er að gerast áskrifandi að Staðlapóstinum hér >>

 

Stærðin er ekki allt

Við notum okkur smæðina til þess að veita persónulega og góða þjónustu.

Við leysum ekki öll vandamál, en við leggjum okkur fram um að enginn fari frá okkur án þess að fá einhverja úrlausn sinna mála.

Staðlaráð Íslands    Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík    Kennitala: 591193 2019    Opnunartími    Sími 520 7150 fax 520 7171

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies).

Nánari upplýsingar

Samþykkja