Kolefnisjöfnun

Vinnustofur um kolefnisjöfnun

Staðlaráð Íslands og Loftslagsráð bjóða til samráðs um ábyrga kolefnisjöfnun á Íslandi. Tilgangur þessa samráðs er að stuðla að sammæli um aðferðir við mælingar og útgáfu kolefniseininga, miðlæga skráningu á útgáfu þeirra og sammæli um ábyrgar yfirlýsingar um kolefnisjöfnun á samkeppnismarkaði. Til þessa samráðs er boðið fulltrúum framleiðenda og kaupenda kolefniseininga ásamt fulltrúum frá stjórnvöldum og sérfræðingum í loftslagsmálum.  Samráðið felur í sér greiningu á helstu áskorunum, þörfum og framtíðarsýn á sviði kolefnisjöfnunar og skilgreining á næstu skrefum.

Ábyrg kolefnisjöfnun er mikilvægur þáttur í heildstæðri loftslagsstefnu og hluti af vegferðinni að kolefnishlutleysi. Vottun kolefniseininga er talin ein helsta forsenda þess að hægt sé að nota þær á ábyrgan hátt til kolefnisjöfnunar; vottunarkerfið í heild þarf að vera óháð bæði seljendum og kaupendum og staðallinn sem vottað er eftir þarf að samræmast alþjóðlega viðurkenndri aðferðafræði og viðmiðum.

Haldnir verða þrír fundir sem mynda formlega vinnustofu og þess freistað að ná fram sammæli um formlega vinnustofusamþykkt þar sem hagaðilar á sviðinu taka ákvörðun um kerfi sem nýtast myndi til ábyrgrar og gagnsærrar framleiðslu og skráningar (og afskráningar) kolefniseininga og viðskipta með þær. Fundirnir verða nýttir til þekkingarmiðlunar um stöðu kolefnisjöfnunar á Íslandi, rýna kröfur sem þegar hafa verið skilgreindar í stöðlum og/eða viðmiðum, umræðu um kosti og galla þess að staðla kröfur til loftslagsverkefna og hugsanlega eftirfarandi vottun. 

Samantektir frá vinnustofu 1 og 2

Vinnustofa 1

Vinnustofa 2

Álitsgerðir og önnur gögn

Hér má nálgast skjöl sem gefin hafa verið út og lúta að því málefni sem að um verður rætt ásamt reglum um þátttöku í staðlastarfi. 

Álit um ábyrga kolefnisjöfnun - Loftlagsráð

Umræðuplagg um innviði kolefnisjöfnunar - Environice fyrir Loftlagsráð

Reglur um vinnustofusamþykkt - Staðlaráð Íslands

Reglur um þátttöku í staðlastarfi - Staðlaráð Íslands

Samantekt um kolefnisjöfnun - Dóttir Consulting fyrir Umhverfis- og auðlindaráðuneyti

Leiðbeiningar um kolefnisjöfnun - Umhverfisstofnun

UFS - Leiðbeiningar - Nasdaq

Upptaka frá vinnustofu 1

  • Halldór Þorgeirsson, 02:20
  • Helga Sigrún Harðardóttir, 13:35
  • Snjólaug Ólafsdóttir, kynning á hópvinnunni 1, 21:15
  • Jens Þórðarson, Icelandair, 25:25
  • Gunnlaugur Guðjónsson, Skógræktin, 42:35
  • Arngrímur Blöndahl, Staðlaráð, 53:45
  • Snjólaug Ólafsdóttir, kynning á hópvinnu 2, 1:04:00
  • Kynning á niðurstöðum, 1:06:50

Vinnustofa um ábyrga kolefnisjöfnun 25. febrúar 2021 from Loftslagsráð on Vimeo.

Menu
Top