Orkustjórnun í litlum og meðalstórum fyrirtækjum

Í nóvember á síðasta ári hrintu Norræni nýsköpunarsjóðurinn og Staðlaráð Íslands af stað verkefni um orkustjórnun í litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Að verkefninu komu einnig staðlastofnanir í Noregi og Danmörku.

Ætlunin er að þróa hagnýt verkfæri í samvinnu við einstök fyrirtæki til að ná fram orkusparnaði með orkustjórnun. Fyrirtækin taka þátt í vinnuhópi þar sem þau fá ráðgjöf og fræðslu sér að kostnaðarlausu. Afrakstur verkefnisins mun verða gerður opinber í heild sinni þegar þar að kemur, þannig að reynslan af því geti nýst öðrum fyrirtækjum.

Þeir sem vilja kynna sér framvindu verkefnisins hingað til geta skoðað gögnin sem vísað er í á þessari síðu.

Bæklingur um verkefnið

Bæklingur um verkefnið er fáanlegur hjá Staðlaráði. Vinsamlega hafið samband við Sigurð Sigurðarson í síma 520 7150 eða með tölvupósti,sigurdur@stadlar.is.

 

I. hluti - Upplýsingafundur 15. nóvember 2011

II. hluti - Vinnufundur 10. janúar 2012

III. hluti - Vinnufundur 20. mars 2012

Samnorrænn fundur 22. maí 2012

  1. Leiðsögn
  2. Leiðbeiningar - stefna, stefnumótun og markmið
  3. Leiðbeiningar - skipulagning orkuvinnunnar
  4. Verkfæri - skilyrði fyrir orkustjórnun

IV. hluti - Vinnufundur 25. september 2012

V. hluti - Vinnufundur 8. janúar 2013

VI. hluti - Vinnufundur 9. apríl 2013

 

Staðlaráð Íslands    Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík    Kennitala: 591193 2019    Opnunartími    Sími 520 7150 fax 520 7171

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies).

Nánari upplýsingar

Samþykkja