Staðlamál - fréttabréf Staðlaráðs kemur út tvisvar á
ári. Lögð er áhersla á að fá fólk úr atvinnulífinu til þess að
skrifa í blaðið. Jafnframt að koma á framfæri upplýsingum og flytja
fréttir af stöðlum og staðlastarfi innan lands og utan.
Hægt er að óska eftir áskrift
að Staðlamálum hér >>
Fjölmiðlum er frjáls að nota efni úr Staðlamálum, en eru beðnir
að geta heimilda. Þó þarf að óska leyfis hjá Staðlaráði til
notkunar á myndefni.
Þeim sem vilja koma efni í blaðið er bent á að hafa sambandi við
Hjört Hjartarson, hjortur@stadlar.is. - Nálgast má útkomin
fréttabréf á pdf-sniði hér >>
04.01.18 Morgunverðarfundur og vinnustofa með Nigel Croft
ISO 9001:2015 - what instead of how!
Dokkan verður með spennandi morgunverðarfund og vinnustofu um
ISO 9001:2015 þann 23. janúar næstkomandi. Þeim til aðstoðar verður
Dr. Nigel Croft, en hann var síðast hér að landi í október
2016.
Dr. Nigel Croft hefur í rúm 20 ár verið virkur í starfi
Alþjóðlegu staðlasamtakanna ISO við þróun staðla um gæðastjórnun.
Frá 2010 hefur Dr. Croft verið formaður nefndar um ISO/TC176/SC2
sem ber meginábyrgð á ISO 9001 staðlinum.
Nánari
upplýsingar >>
nánar >> 15.01.18 Gjaldfrjáls lesaðgangur að ÍST 85 í lok janúar
Samkvæmt samningi Staðlaráðs og velferðarráðuneytis, dags. 10.
nóvember 2017, verður ÍST 85, staðall um jafnlaunakerfi, gerður
aðgengilegur á Íslandi með gjaldfrjálsum lesaðgangi á vefnum
ist85.is.
Unnið er að lokayfirferð á vefsíðunni í samvinnu við ráðuneytið
þessa dagana. Dagsetning opnunar síðunnar ræðst af framgangi
þeirrar vinnu en stefnt er að því að vefurinn opni í lok
janúar.
nánar >> 31.01.18 Gjaldfrjáls lesaðgangur að jafnlaunastaðlinum ÍST 85
Samkvæmt samningi milli velferðarráðuneytis og Staðlaráðs
Íslands hefur almenningi verið tryggður gjaldfrjáls lesaðgangur að
jafnlaunastaðlinum, sem svo hefur verið kallaður, ÍST 85:2012
Jafnlaunakerfi - Kröfur og leiðbeiningar.
Hægt er að óska eftir gjaldfrjálsum lesaðgangi á vefnum ist85.is
Lög um breytingu á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt karla og
kvenna nr. 10/2008, sem kveða á um lögfestingu
jafnlaunavottunar hjá stofnunum og fyrirtækjum þar sem starfa
25 starfsmenn eða fleiri, tóku gildi 1. janúar síðastliðinn.
Samkvæmt lögunum skal jafnlaunavottun byggjast á innleiðingu
jafnlaunakerfis í samræ...
nánar >> 31.12.17 Nýr framkvæmdastjóri Staðlaráðs
 |
Helga Sigrún Harðardótttir
verðandi framkvæmdastjóri
Staðlaráðs Íslands.
|
Tímamót verða hjá Staðlaráði Íslands um áramótin, þegar Guðrún
Rögnvaldardóttir lætur af störfum sem framkvæmdastjóri og Helga
Sigrún Harðardóttir tekur við.
Guðrún hefur verið framkvæmdastjóri Staðlaráðs í 20 ár, frá
ársbyrjun 1998, en hefur starfað hjá Staðlaráði (áður staðladeild
Iðntæknistofnunar) frá febrúar 1991, að undanskildu einu ári þegar
hún starfaði hjá evrópsku staðlasamtökunum CEN í...
nánar >> 10.11.17 Samningur um birtingu jafnlaunastaðals
|
Guðrún Rögnvaldardóttir, framkvæmdastjóri Staðlaráðs og
Þorsteinn Víglundsson velferðar-
ráðherra að lokinni undirritun samnings um birtingu
jafnalaunastaðalsins ÍST 85.
Velferðarráðuneytið og Staðlaráð Íslands hafa gert með sér
samstarfssamning sem tryggir almennan aðgang að Jafnlaunastaðlinum
ÍST 85. Með samningnum er brugðist við áliti allsherjar- og
menntamálanefndar Alþingis í aðdraganda lagasetningar um skyldu til
vottunar jafnlaunakerfa.
Með brey... nánar >>
|