Nýjustu fréttir

Staðlaráð gefur út fréttabréfið Staðlamál tvisvar til þrisvar sinnum á ári. Hægt er að óska eftir ókeypis áskrift að Staðlamálum  hér >>

Staðlapósturinn - rafrænt fréttabréf Staðlaráðs er sent út um það bil einu sinni í mánuði. Þú getur gerst áskrifandi  að Staðlapóstinum hér >>

26.02.14

Staðlabúðin - Vaktað Staðlasafn

Ein helsta nýjungin í nýrri vefverslun Staðlaráðs, Staðlabúðinni, er vaktað staðlasafn. Í

Vaktad _Stadlasafn grundvallaratriðum gengur vaktað staðlasafn út á það, að staðlar bætast sjálfvirkt við staðlasafn notanda ("Staðlasafnið þitt") um leið og gengið er frá kaupum í Staðlabúðinni. Notandi fær síðan tilkynningu í tölvupósti þegar breytingar verða sem varða tiltekið skjal eða staðal. Hægt er að afþakka vöktunina.

Notandi ræður ferð
Vöktun staðla er sjálfvirk, en notandi getur hagað vöktun einstakra stað...

nánar >>

05.02.14

27000-staðlarnir - Forsala á íslenskum þýðingum

Þau merku tímamót urðu í lok september 2013, að Alþjóða staðlasamtökin (ISO) og Alþjóða raftækniráðið (IEC) sendu frá sér nýja útgáfu af hinum vinsælu og útbreiddu upplýsingaöryggisstöðlum ISO/IEC 27001, um stjórnun upplýsingaöryggis, og ISO/IEC 27002, um starfsvenjur fyrir stjórnun upplýsingaöryggis. Staðlarnir byggja á skilgreiningum hugtaka í staðlinum ISO/IEC 27000, sem kom út í janúar 2014.

Ákveðið hefur verið að bjóða þýddar útgáfur staðlanna í forsölu til að fjármagna þýðingu þeirra. Það væri ánægjulegt og upplýsingatækninni til framdráttar að geta boðið upp á staðlana í íslenskri þýðingu. 

 • Staðlarnir þrír kosta óþýddir um 67.52...

  nánar >>

09.01.14

Ný heimasíða Staðlaráðs

Ný heimasíða Staðlaráðs er komin í loftið.

Við vonum að nýja heimasíðan og nýja Staðlabúðin muni falla notendum í geð. Ekki aðeins er efnisskipanin orðin einfaldari og skýrari, heldur fylgja síðunni nýjungar sem vonandi eiga eftir að koma viðskiptavinum og aðilum Staðlaráðs að góðu gagni.

Allir viðskiptavinir þurfa að nýskrá sig til að geta verslað í nýju Staðlabúðinni. Þeir sem hafa verið í reikningsviðskiptum við Staðlaráð geta síðan óskað eftir slíkum viðskiptum áfram með því að senda tölvupóst á sölustjóra, sala@stadlar.is.

Alþjóðlegir staðlar í nýju Staðlabúðinni

Sem fyrr verður í Staðlabúðinni hægt að kaupa íslenska og evrópska staðla og frumvörp að íslenskum og evróp...

nánar >>

25.11.13

Haustfundur Byggingarstaðlaráðs 2013

Haustfundur Byggingarstaðlaráðs verður haldinn fimmtudaginn 5. desember 2013 í húsakynnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands að Keldnaholti. Fundurinn hefst kl. 10.00 og lýkur kl. 12.00.

Dagskrá:

 1. Fundarsetning
 2. Skipun fundarstjóra og fundarritara
 3. Framtíðarsýn umskipunar- og þjónustuhafnar í Finnafirði
 4. Erindi Hafsteins Helgasonar hjá Eflu
 5. Haustskýrsla Jóns Sigurjónssonar formanns BSTR
 6. Vindmyllur á Íslandi, uppbygging og rekstur...

  nánar >>

18.10.13

Upplýsingaöryggi - Ný og betri útgáfa ISO/IEC 27001

Edward Humphreys

Ný útgáfa upplýsinga-öryggisstaðalsins ISO/IEC 27001Information technology - Security techniques - Information security management systems - Requirements  tók gildi sem alþjóðlegur staðall 1. október síðastliðinn. Staðallinn verður væntanlega þýddur á íslensku á næstu mánuðum, eins og fyrri útgáfa, og gefinn út sem íslenskur staðall. Um það bil sem endurskoðun staðalsins var að ljúka, var Edward Humphreys, sá er leiddi endurskoðunina, spurður út í nýju útgáfuna. Nokkrar spurningarnar fara hér á eftir ásamt atriðum úr ...

nánar >>

Staðlaráð Íslands    Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík    Kennitala: 591193 2019    Opnunartími    Sími 520 7150 fax 520 7171