Nýjustu fréttir

Staðlaráð gefur út fréttabréfið Staðlamál tvisvar til þrisvar sinnum á ári. Hægt er að óska eftir ókeypis áskrift að Staðlamálum  hér >>

Staðlapósturinn - rafrænt fréttabréf Staðlaráðs er sent út um það bil einu sinni í mánuði. Þú getur gerst áskrifandi  að Staðlapóstinum hér >>

10.10.14

Rafræn þjónusta - Hve örugg þarf innskráning að vera?

Thorvardur KariÞegar borgararnir sækja rafræna þjónustu hjá fyrirtækjum og stofnunum þurfa þeir yfirleitt  að gera grein fyrir sér með einhverjum hætti. Þetta má gera með ýmsum sannvottunar-aðferðum, t.d. einföldu lykilorði, flóknu lykilorði, tveggja þátta aðferð (t.d. lykilorði með styrkingu) eða fullgildum rafrænum skilríkjum. Nýlegur ISO staðall mælir með því að val á sannvottunaraðferð við innskráningu byggi á áhrifagreiningu og að ekki sé krafist hærra fullvissustigs en sú greining gefur tilefni ...

nánar >>

10.10.14

Nýir staðlar - Vistvænar byggingar

Norðurlöndin hafa sameiginlega sent út til kynningar drög að þremurJon Sigurjonsson stöðlum. Staðlarnir fjalla um kröfur í sjálfbærum byggingariðnaði. Með gerð þessara staðla eru Norðurlöndin að taka forystu í Evrópu um vistvæna stöðlun í mannvirkjagerð. Niðurstaða vinnunnar mun verða kynnt fyrir evrópsku staðlasamtökunum CEN með það að leiðarljósi að leggja samnorrænan grunn að evrópskri stöðlun um efnið.

"The Nordic region as Standard Maker"
Vinnuhópar með fulltrúum allra Norður-landanna hafa verið starfandi um hvert ve...

nánar >>

02.09.14

Norræn samvinna á sviði stöðlunar

Byggingarstaðlaráð er þátttakandi í norrænu verkefni sem kallast The Nordic region as Standard Maker.

Verkefninu er skipt upp í þrjú undirverkefni:

  • Vistvænar endurbætur bygginga / Sustainable renovation of existing buildings 
  • Innivist bygginga og stöðlun á valkvæðri flokkun / Indoor Climate & voluntary classification standards
  • Evrópureglur í nánustu framtíð um byggingarvörur og yfirlýsingu byggingarvara / Future EU regulation on product and building declarations

Starfandi eru norrænir vinnuhópar um hvert verkefni. Þeir sem ...

nánar >>

04.08.14

ISO/DIS 14001 til umsagnar

Fram til 4. nóvember 2014 gefst færi á að koma með efnislegar athugasemdir við frumvarpið ISO/DIS 14001. Athugasemdir sem berast verða teknar fyrir áður en lokafrumvarp staðalsins (FDIS) verður gefið út í lok árs 2015. Áhugasamir geta keypt frumvarpið hjá Staðlaráði og skilað inn athugasemdum með tölvupósti til Arngríms Blöndahl.

Hægt er að panta ISO/DIS 14001 með því að senda tölvupóst á sala@stadlar.is. Verð frumvarpsins er 9.217 kr.

nánar >>

10.06.14

ISO/DIS 9001 til umsagnar

Fram til 9. ágúst 2014 gefst færi á að koma með efnislegar athugasemdir við frumvarpið ISO/DIS 9001. Áætlað er að nýr staðall komi út í lok árs 2015. Áhugasamir geta keypt frumvarpið hjá Staðlaráði og skilað inn athugasemdum með tölvupósti til Arngríms Blöndahl.

Hægt er að panta ISO/DIS 9001 með því að senda tölvupóst á sala@stadlar.is. Verð frumvarpsins er 9.217 kr.

 

nánar >>

Staðlaráð Íslands    Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík    Kennitala: 591193 2019    Opnunartími    Sími 520 7150 fax 520 7171

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies).

Nánari upplýsingar

Samþykkja